Sonur minn er veikur… Maður er alveg ótrúlega hjálparvana… Hann sefur núna. Það korrar og snörlar í honum, þetta er alveg ömurlegt. Þetta setur rosalegann svip á pabbahelgina, að hafa hann svona veikann og geta ekkert gert fyrir hann, nema að vorkenna honum. Peysurnar okkar beggja eru allar út í hori eftir hann, 1 rúlla af eldhúspappír búinn (bara í að snýta…), og manni líður ekkert vel. Mér finnst að börn ættu að sleppa við flensur. Það er bara ósanngjarnt að svona litlir, ósjálfbjarga einstaklingar skuli þurfa að þjást svona (og foreldrarnir með).
Með flensu
Gromit