Hæ hæ allir :o)

Þannig er mál með vexti að ég fór að fá morgunógleði svona eins og gengur og gerist nema hvað að mín varði allan sólarhringinn. Það var sko ekki gaman. Eftir að ég var búin að vera ælandi stanslaust í 2 vikur þá var ég lögð inn á Kvennadeild Landspítalans og fékk þar næringu í æð og þar var alveg rosalega vel hugsað um mig og starfsfólkið þar er alveg æðislegt. Ég er að vísu ennþá með morgunógleði enda bara komin rúmar 8 vikur á leið en núna er ógleðin aðallega bara fyrir hádegi en ekki allan sólarhringinn og ég er farin að geta haldið niðri mat og drykk (ég vona bara að það haldist þannig þangað til ógleðin hverfur).
En ég var að spá hvort einhver lumaði á einhverjum góðum ráðum varðandi morgunógleði svona svo maður lifi þetta nú af.

Með fyrir fram þökk
Sweetbabe