Ég er einstæð móðir með 5 ára son,pabbi hans býr stutt frá okkur.Sonur minn dýrkar pabba sinn og ég er ánægð með það en ég veit ekki hvað lengi hann á eftir að dýrka hann.Köllum pabban Halla og son minn Helga.Staðan er svona,Helgi fer sjaldan til pabba síns því að Halli á aldrei pening og ef hann á pening þá er hann á djamminu og eltast við stelpur.Eitt sinn kom Halli að sækja strákinn,ég var að taka föt á Helga og spjallaði á meðan við Halla. Hann segjir mér að hann ráði ekkert við strákinn stundum,svo ég gef honum ráð með hvernig á að fara að stráknum t.d tala rólega við hann því ef maður æsir sig við hann þá hlustar hann ekkert á mann og hunsar mann.Svo segjir Halli mér að hann láti Helga alltaf segja “afsakið ég prumpaði” þegar hann prumpar, mér fannst það svoldið skrítið því að ég læt hann aldrei segja afsakið nema hann ropi,svo seinna þá sagði hann mér að Helgi hafi fengið brjálaðis kast svo að Halli setti hann inn í geymslu þar sem er svoldið kalt,enginn gluggi þannig að það er niða myrkur inni og að hann hafi ekki einu sinni kveikt ljós fyrir Helga,mér brá við að heyra þetta en vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við eða hvað ég átti að segja við hann svo ég þagði bara (sem ég sé eftir).Helgi er rosalega hræddur í myrkri,oft þegar við komum heim að kvöldi til og það er kominn myrkur þá bíður Helgi fram á gangi þangað til að ég er búin að kveikja ljós í íbúðinni okkkar.Mér er búið að líða illa útaf þessu að vita um það að sonur minn hafi verið settur inn í geymslu. Ég veit ekki hvað ég á að gera í þessu.Helgi er ekki búinn að fara til pabba síns síðan að ég frétti af þessu og það er 1 og 1/2 mánuður síðan.Hvað get ég gert í þessu öllu?