Afhverju að eignast barn?

Við erum tæpast að gera heiminum greiða þar sem “eins manns brauð er annars manns bani” og mikil offjölgun og hungur ríkir í heiminum.
Persónulega finnst mér margt fólk (þá einkum kvenfólk) þyrsta í barn til að finna einhvern tilgang í annars oft innantómu lífi. Eftir einhver ár í rútínu djobbi og of margar kvöldstundir f. framan endursýndar bíómyndir kveikir fólk á perunni og fær þá snilldarhugmynd að eignast eitt stykki barn. Það er meira segja leikur einn. Allir hafa kynfæri(vona ég) og karla vantar sjaldan ástæður til að rifja upp hvernig þeir urðu til :)

Vel uppalið barn er alltaf gulls ígildi…en þarf Ísland fleiri “lyklabörn” sem alast upp fyrir framan sjónvarpið? Er fólk almennt tilbúið að eignast börn, og þá er ég ekki bara að tala um fjárhagslega! Það er nefnilega púnkturinn sem flestir hamra á - að hafa efni á því. Ég þekki ungt par sem eignaðist barn um tvítugt og það kom sko ekki til mála að þau fengju gefins einhver föt af krakka vinkonu hennar (sem var nývaxinn úr þeim). Það yrði að kaupa allt NÝTT og flottasta…ekkert minna væri barninu bjóðandi. Furðulegur mælihvarði á ást & umhyggju á þeim bæ…

Mér finnst að íslenskir “vinnualkar” ættu aðeins að fara í afvötnun og eyða meiri tíma með börnunum sínum og sinna uppeldinu meira og pæla minna í að eiga flottari græjur en vinir & kunningjar.

Ég ætla að upplifa allan fjandann og ferðast helling með minni stelpu áður en við förum að spá í þessu fyrir alvöru.
Það einfaldlega LIGGUR EKKERT Á! ;)
“True words are never spoken”