Barn fæðist inn í undraheiminn sem autt blað. Með hverri minnstu hugsun eða hreyfingu ritast orð á blaðið og hvert orð myndar sína skáldsögu. Hvert barn á sér ævisögu, bók fulla af blaðsíðum um ævintýri sem enginn getur skrifað nema það barn sem upplifði þetta einstaka sjónarhorn af heiminum. Hvert einasta orð á sér merkingu. Hvert einasta setning á sér sögu. Hver bók er minning um lífið. Annað barn þekur upp líf þess barns og byrjar að lesa, lifir sig inn í sköpunarverkið, fær að sjá lífið frá augum annars persónuleika. Þetta barn fær tækifæri til að þjálfa lestrarhæfileika sína og læra á samfélag sitt og menningu. Hvers vegna er lestrarkennsla og lestrarþjálfun barna og unglinga mikilvæg?
Lestrarhæfni er hjarta hverdagslífsins og það sem við þurfum að nota á hverjum degi er mikilvægt. Færni í lestri liggur í rótum fyrstu æviára barnsins. Frá og með fyrsta degi sögunnar hefst undirbúningurinn fyrir hlutverk barnsins í veröldinni. Barnið tekur á sig form sem mótað er af umhverfinu. Foreldrar barnsins eru mikilvægustu mótunaraðilarnir þváð þeir eru fyrirmyndir barnsins. Sögustund milli móður og barns styrkir þessi mikilvægu tengsl. Þessi fallega stund í örmum móðurinnar er töfrum lík. Að lesa fyrir börn venur þau á að hlusta, veitir öryggi, hlýju og nálægð. Með fyrstu bók sem barn fær að finna gleðina með lærir það að setja sig í spor annarra og lærir að skilja gildi grimmdar og góðmennsku. Með innblástri frá hjartsláttinum í loftinu mynda þau sér áhugasvið og ef til vill sína uppáhaldsbók. Þá hefur glóandi áhuginn kviknað.
Ekki er hægt að kenna neinu barni eitthvað sem það hefur ekki áhuga á og málið flækist töluvert meira þegar börnin vaxa úr grasi og verða unglingar sem eru farnir að mynda sér flóknar skoðanir. Hér er lykillinn að hjartanu lestrar ánægja sem er grunnur árangur í lesskilningi. Börnin sem hafa fundið lykilinn að fjársjóði bókasafnanna eru börnin sem hafa blómstrað af bókmenntauppeldi; þar að segja börnin sem hefur verið kennt að finna sig í bókmenntum. Bókmenntauppeldi er í þeim tilgangi að gefa okkur næringargildi bóka. Aftan á hverri matvöru sérðu nærningargildi vörunnar. Prótein 5,6g. Kolvetni 10,7g. Fita 0,4g. En hve margar kaloríur færðu ef lest eina bók?
Bækur gera okkur læs á heimsmyndina og í því felst að læra um sjálfan sig sem einstakling eða sem heild. Þær gefa einstaklingum tækifæri til að þroska tilfinningar sínar og öðlist skilning á mannlífinu. Stundum verðum við fyrir hjartasorg en með því að opna bók fáum við að gleyma umheimingum eitt augnablik. Þessi mikla innlifun er holl fyrir sál okkar. Mannveran er andleg lífvera sem á sér drauma. Bækur fljúga með hugarheim okkar og geta hjálpað draumunum að rætast. Við tökum inn ímyndunaraflið og tjáningarhæfileikana en um leið skilum við frá okkur nærningunni með frásögn.
Þegar mannveran opnar augun les hún allt sem hún sér í kringum sig en þegar mannveran hefst handa er það úrvinnslan af því sem hún hefur lesið. Það eru tengslin á milli lestrar og tjáningar sem tengir allar mannverur saman. Mannveran miðlar orðum til að leyfa öðrum að njóta þess sem orðin hafa að geyma. Hún er lesblind í tjáskiptum við umheiminn, hún skynjar ekki menninguna rétt án bóka. Menning er fjársjóðskort fyrir mannveruna, segir til um hvernig síðasta skrefið í úrvinnslunni úr næringu bókanna á að vera. Setja merkingu í orð sín og skila þeim til framtíðarinnar. Að fá að læra að lesa eru forréttindi því að einungis fjórðungur af heiminum er læs. Áunninn réttur barna til að sjá hverju þau vilja breyta í heiminum fer sífellt minnkandi þar sem sífellt færri börn skilja lífið. Hvaða ósköp myndum við upplifa ef einn daginn væri öll lestrarkunnátta horfin út bláinn?
Lestur er hjarta blóma lífsins. Það veltur á lestrarkennslu og lestrarþjálfun hvort lífið blómstri í framtíðinni. Þegar eitthvað er svo stórt að það fer að skipta máli um heila veröld, þá er það mikilvægt. Hver fullorðinn einstaklingur hefur skapað heila ævisögu af reynslu og minningum. Það er hlutverk einstaklingsins að koma menningunni áfram til næstu kynslóðar. Þessi fullorðni einstaklingur heldur áfram að skrifa sögu sína til æviloka en ný börn taka við með autt blað í höndunum. Móðirin segir við barnið af reynslu sinni: „Ástin frá bókunum er ekki eitthvað sem þú getur bara gefið barni þínu heldur líka elskhuga. Að dreyma saman ævintýri er fullkomlega yndislegt.“