Ég er alveg með svakalega fordóma varðandi brjóstagjöf. Fordómar eru náttúrulega ekkert annað en fáfræði og heimska. Þannig þið megið alveg upplýsa mig svo ég hætti þessum fordómum en svona lýt ég á brjóstagjöf:

Mér finnst ekkert eðllegra en að konan fái 100% frið eins og henni lystir meðan brjóstagjöfin er að koma.
Allt sem heitir húsverk getur beðið, bara konan & barnið mð nógu mikinn tíma fyrir hvort annað til að læra á hvort annað og koma gjöfinni í fullt gang.
Sérstaklega með fyrsta barn ætti þetta ekki að vera einhver “lúxus” Ég og minn maður vorum alveg mjög samstíga í þessu. Var bara fullkomlega eðlilegt að þetta væri mikilvægasta verkefni dagsins. Auðvitað flækjast málin þegar fleiri börn eru í spilinu, þá er næðið ekki jafn mikið.
Fyrstu dagana var stelpan annað hvort sofandi eða á brjóstinu. Enda þyngdist stelpan alveg rosa vel og ég mjólkaði eins og verðlaunabelja.

Mér einhverneginn finnst eins og að það geti ekkert klikkað nema maður klúðrar því sjálfur viljandi eða óviljandi.

Ég geri mér alveg grein fyrir að einhver börn þurfa ábót en mér finnst bara eins og 2 af hverjum 3 börnum séu að fá ábót fyrsta mánuðinn sem endar í fleiri og fleiri ábótum og brjóstagjöfin hættir fyrir 2ja mánaða aldurinn hmmm…
Brjóstagjöf snýst auðvitað bara um framboð og eftirspurn þannig ef barnið er ekki að fá nóg þá er örugglega vel hægt við mjög margar af þessum konum að auka flæðið sjálf með að pumpa sig og svona. Bara til að ítreka þá skil ég alveg að EINHVER börn þurfi meira en ekki annað hvert barn! trúi því bara engann veginn.

Eru konur ekki að nenna þessu lengur? Ég viðurkenni að stundum nennti ég þessu ekki, langaði oft að hætta. En þótti það eigingjarnt af mér.

Ég á bara mjög erfitt að skilja það að vera ekki með barn á brjósti. Finnst margar konur gefast ansi fljótt upp. Aðrar kanski þrjóskast og þrjóskast og ná að halda brjóstagjöfinni eða gefast upp (sem mér finnst persónulega í lagi ef maður hefur alla vega reynt að gefa þessu tækifæri)

En jæja, endilega fræðið mig varðandi erfiða brjóstagjafir :)
Ofurhugi og ofurmamma