Það er ekki af mér að ganga! Sonur minn fæddist í 21 maí 2008, hann byrjar á því að þurfa þurrmjólkur ábót uppá spítala þar sem ég mjólkaði ekki nóg, 22 maí fær hann ungbarna gulu og þarf því að fara í hitakassa með ljósum 23 maí og vera í sólahring, þær voru ekki nógu sáttar með hvað ég mjólkaði lítið og hann væri ekki að þyngjast nóg hjá mér, svo við erum send uppá barnadeild og áttum að vera þar í nokkra daga í svo kallaðri brjóstavigktun, þetta tók rosalega á mömmu hjartað því mér var farið að langa að komast heim í mitt umhverfi, svo kemur í ljós að ég egi bara að halda áfram að reyna á brjóstið og gefa honum þurrmjólk inn á milli í ábót, ég geri það eftir að við fáum að fara heim heim 29 maí.

Allt er reynt með brjóstið en það vildi svo til að mjólkin bara kom ekki almennilega mesta sem ég náði að mjólka var 60 ml í 1 skipti sem er engan vegin nóg, svo þessar 2 vikur sem var reynt voru rosalega erfiðar og tóku rosalega á mömmuhjartað þar sem ég hefði viljað vera með hann á brjósti.

11 ágúst 2008, fær hann fyrsta hitann sinn og er óstjórnlega órólegur og bara vælir og vælir, við förum með hann til mömmu minnar og hún segir okkur að hringja á neyðarmóttökuna á spítalanum og fá að koma á vakt, við förum með hann þangað og við bíðum og bíðum í langan tíma á meðan hann er skoðaður og allt það, í ljós kemur að hann sé stíflaður(náði ekki að losa um hægðirnar) Hann var hitamældur með rassamæli sem hjálpaði svo til við að losa um, svo það kom líka þessi rosalega sprenging, við erum samt sem áður send inn á stofu og þar er hann “rannsakaður” mældur púls, súrefnismettun og hann skoðaður, við erum svo send í röntgen!

Hann ekki nema rúmlega 2 mánaða að fara í fyrstu röntgenmyndatökuna sína, í ljós kemur að um berkjubólgu sé að ræða, við erum lögð inn á barnaspítalann, og erum þar í nokkra daga, þar fær hann sýklalyf og berkjuvíkkandi púst, hann var svo í viku á sýklalyfjunum eftir að við komum heim, hann var svo frískur fram að jólum fyrir utan eitt skipti sem hann fékk smá ælu um 5 mánaða.

Um jólin 2008 þá er hann orðinn 7 mánaða og byrjaður að kvefast, eftir áramótin förum við til reykjavíkur(bjó á ak þá) og þar fannst ömmu hans hann voða slapplegur og var ekki hrifin af surginu sem heyrðist í honum, við brunum með hann uppá læknavakt og þar kom í ljós að drengurinn er með astmakvef hann fær þar púst stera og berkjuvíkkandi, mánuði eftir af við fórum á vaktina fórum við aftur til heimilislækni hann “útskrifaði” hann svo hann hættir á pústunum.

Hann er frískur þrátt fyrir smá hor í nebba sem er ekkert alvarlegt fram í ágúst 2009 þá byrjar hann á leikskóla, og þá byrjar ballið fyrir alvöru!!!! Núna er kominn mars 2010 svo hann hefur verið á leikskólanum í um 7 mánuði en misst úr um 2-3 mánuðir ef ekki meir vegna veikinda, endalausar kvefpestir og hiti var upphafið, læknavaktin var á speeddial í símanum hjá mér, og við vorum farin að fara vikulega, hann fær kvefveiru + sýklalyf, svo fær hann kinnholusýkingu + sýklalyf, vökva í eyru, roða og bólgur í eyru, en oftast smávægilegar svo mestkeypta “lyfið” eru stílar, hann fær RS-vírusinn, og fer á barnaspítalann eftir að hafa fengið læknabílinn heim um miðja nótt, en þar er hann svo smávægilegur að engin meðferð er nema stílar.

Enn eina ferðina enn er farið á læknavaktina, þá kemur í ljós væg eyrnabólga í örðu eyra og svo vökvi í hinu + það að hann var kominn með væga berkjubólgu, en meðferðin var bara stílar og vera heima, svo ekki nóg með það að hann fær augnsýkingu í hægra augað, en það fór að sjálfu sér sem betur fer, ekki nema 2 dögum eftir að hann jafnar sig á því fær hann yfir 40 stiga hita, vælir og líður mjög ílla, hann fer eina ferðina enn uppá læknavakt og þar kemur i ljós MJÖG slæm eyrnabólga í hægra eyra og hljóðhimnan við það að springa, í sömu ferð er hann hlustaður og þar kemur í ljós væg lungnabólga svo það er enn einn sýklalyfja skammturinn!

Þetta var á mánudaginn var og er hann enn að jafna sig og er litla gullið mitt með ljótasta hósta sem ég hef á ævinni heyrt!

Ég ætla svo innilega að vona að þetta fari að linna, ég get ekki meir varðandi þessi veikindi. Hann hefur þurft að ganga í gegnum þetta allt og er ekki nema 21 mánaða.
Auk þess að það er önnurhver vika hérna veikindi, kvef og hiti er mikið á mínum bæ.

Svo ráð mitt til ykkar ef börnin ykkar eru eitthvað veik og pirruð að endilega látið fagaðila kíkja á litlu gullin, eitt skipti of oft drepur engann heldur en eitt skipti of sjaldan.

Kv PINKY