Ég er hérna með smá sanna sögu sem mér finnst alveg eiga heima hérna ..



Ég vildi deila með ykkur því sem ég lenti í í dag. Ég var að leita mér eftir sumarbústaði fyrir 3 pör og börnin okkar yndislegu. Ég rakst á síðu frá Úthlíð í Biskupstungum og hringi þangað.
Ég talaði við konu þar og sagði henni fjöldann og barnafjölda en þá stóð eitthvað í henni og hún varð hreint og beint dónaleg. Bústaðurinn er bara fyrir 6 sagði hún en ég benti henni á að börnin sum svæfu uppí en hin í ferðarúmum, við erum að tala um 4 börn. Hún sagði að bústaðirnir væru búnir að þola mikið og ég sagði við hana þetta eru bara börn. Þá tilkynnti hún mér að börn væru ekki þeirra bestu viðskiptavinir. Hvað vill hún frekar, 8 manns á leið á fyllerí?! ( það er bar á svæðinu!)
Ég vildi bara deila þessu með ykkur þannig að ef einhver er að huga að fjölskylduferð með krakkaskarann, þá er Úthlíð í Biskupstungum ekki besti staðurinn.
Móðir



kv
bjornjul
kv,