Jólasveinninn…
ég er oft að pæla, hvers vegna ljúgum við að litlu börnunum okkar… Þessum saklausu verum sem líta upp til okkar og búast auðvitað ekki við því að við séum að ljúga að þeim! Hvers vegna segjum við þeim að það sé til jólasveinn þegar það er enginn. hvað græðum við á því, annað en að krakkagreyin reynað haga sér vel til þess að fá ekki kartöflu í skóinn!
Fyrsta skiftið sem ég fékk kartöflu í skóinn þá bað ég mömmu mína um að sjóða hana handa mér.. ég skildi þetta ekki alveg…

ég man geðveikt vel eftir því einu sinni þegar ég var lítil, svaf ég hjá vinkonu minni… við vöknuðum um morguninn og vorum auðvitað búnar að fá í skóinn! svo litum við útum gluggan og sáum eitt geðveikt stórt skófar í snjónum fyrir utan! Við urðum svo spenntar að við fórum út og skoðuðum sporið nánar! Héldum auðvitað að þetta væri eftir stígvélið hjá jólasveininum.. ég man svo vel eftir þessu. Þetta fullkomnaði það alveg hjá mér að jólasveinninn væri til. Ég varð ekkert smá ánægð! Jólasveinninn var til!! Loksins hafði ég fengið sönnunn!!
ég hafði reyndar prufað að setja skóin hans pabba líka út í glugga. og viti menn pabbi minn fékk mandarínu í skóinn! Auðvitað var til jólasveinn! Pabbi færi aldrei að gefa sjálfum sér í skóinn. Jólasveinninn hefur gert það sjálfur!

Og svo gleymi ég líka aldrei því þegar ég fékk að vita að jólasveinninn væri ekki til! Þá var ég hjá annari vinkonu minni sem var búin að frétta það að jólasveinninn væri ekki til, mamma hennar var sko búin að segja henni það. Hún var ekki lengur smábarn vegna þess að hún “vissi” að það væri ekki til Jólasveinn! Bara litlu börnin trúðu ennþá á jólasveininn!!
En ég í minni trú hélt auðvitað áfram að trúa.. svo vorum við inni herberginu hennar og ég erað skoða eitthvað dót sem hún á og ég sgi “hey ég á líka svona.. ég fékk þa í skóinn einu sinni!” þá segir hún… “neih mamma min bjó þetta til!” ég varð ekkert smá sár.. hringdi í mömmu og bað hana að segja mér sannleikan, segja mér hvort að ég hefði virkilega lifað í svona mikilli lygi alla mína æfi… og svo kom það! hún sagði það… “Hann er ekki Til…..” þessi setning endurtók sig nokkrum sinnum í hausnum á mér þar til ég áttaði mig á því að þetta var satt! mig langaði mest til þess að fara að gráta! Fólkið sem ég hafði treyst mest, hafði logið að mér alla mína æfi! Hvers vegna gerðu þau það?!
Þetta fékk mig til þess að hætta að treysta samfélaginu, fólkinu, sjónvarpinu.. og það sem verst var FORELDRUM MINUM!! Allar þessar jólaauglýsingar, myndirnar af jólasveininum allstaðar, jólaböllinn! Allt tóm lygi!!
Þótt mér hafi þótt afskablega skemmtilegt að jólasveininum og að fá í skóin, þá var sársaukinn alltaf mestur þegar ég uppgötvaði að jólasveinninn væri virkilega ekki til!

Það er þessu mikið að þakka að ég er hætt að trúa á eitt né neitt!

Þetta er ekki það sem ég myndi vilja mínum börnum! Hvers vegna gerum við þetta. Það er svo sárt að heyra sannleikan, heyra að Jólasveinninn sé ekki til!!