Svefn - Rimlarúm. Heil og sæl, margir velta því fyrir sér þegar gengið er með barn hvað sé gott að eiga fyrri barnið, og hvort sé betra að vera með vöggu, rimlarúm eða hvort egi að láta barnið sofa á milli sín.

Þetta er smá samantekt af því sem ég hafði fyrir börnin mín þegar þau sváfu en það er engin að segja að þú þurfir nauðsynlega að hafa það eins og aðrir.

Vaggan var aldrei í myndinni hjá okkur heldur bara rimlarúmið og ætla ég því að skrifa smá upp um hvernig við höfðum þetta með rimlarúmin hjá okkur, vaggan nýtist kanski í um 3 mánuði en ég neita ekki að þær eru gullfallegar og geta nýst foreldrum vel ef þau eru mikið í stofunni eða ef það er í tveggja hæða húsi.

Rimlarúmið:

- Pissulak
- Stuðkanntur
- Taubleyja
- Teyjulak
- Ungbarnasæng
- Sænguver

Þó barnið sé með bleyju getur alltaf komið slys fyrir að bleyjan sitji ekki rétt á barninu og því komið aðeins í gegn og í rúmið, barnið gæti einnig ælt eða slefað mikið og er því gott að halda dýnunni hreinni og þurri.

- Gott er að hafa um 2 pissulök til skiptanna.

Stuðkannturinn er mjög góður til að vernda að barnið reki höfuð, festi hendur eða fætur eða jafnvel að það gæti legið uppvið rimlana, því er gott að hafa mjúkan stuðkannt umhverfis rúmið.

- Oftast er nóg að eiga 1 kannt í rúmið en auðvitað geta komið slys fyrir að kannturinn óhreinkist og er því gott að geta skipt um á rúminu í heild og þrifið reglulega :)

Taubleyjurnar getur verið gott að setja undir höfuð barnsins ef skyldi koma að barnið æli eða slefi og er því hægt að skipta um taubleyju ef það nær ekki í gegnum og á lakið.

- Gott er að eiga nóg af taubleyjum um alla íbúð, því maður veit aldrei hvenær barninu dettur í hug að gusa uppúr sér, en fyrir rúmið er hægt að hafa um 5 sem þú notar einungis í rúmið, en er auðvitað persónubundið.

Teyjulakið er betra en venjuleg ó teyjanleg lök, meiri hætta getur verið ef lakið er laust á rúminu og auðvelt fyrir barnið að rúlla sér upp í það ef það er farið að hreyfa sig og því meiri hætta á köfnun, teyjulakið aðlagast dýnunni og helst vel á.

- Gott er að eiga 2-3 lök, hægt er að fá þau í rúmfatalagernum með tilskipaðri stærð t,d eru rimlarúm oftast um 60 cm á breydd og 120 cm á lengd og er því gott að velja lak sem passar vel á dýnuna, of lítil lök er erfitt að halda á dýnunni, hægt er að fá í mismunandi litum og getur verið fallegt að hafa rúmið allt samsvarandi, en hvítt er voða vinsælt ef þú átt mörg sænguver í mismunandi litum :)

Ungbarna sængin er létt og hlý og er minnsta sængin af sængurkvarðanum, hún hentar bæði vel í fangið, rúmið eða bara í vögguna, þær eru rosalega mjúkar og oft í uppáháldi hjá krílunum.

- Stundum getur verið gott að eiga 2 sængur(sérstaklega ef þú ert ekki með aðgang að þurrkara) það geta komið slys fyrir sængina eins og allt hitt, æla, slef, hland eða bara almenn hreinsun :)

Sænguverin eru til í stærð fyrir sængina, í öllum mögulegum litum, mynstrum og áferðum, oftast er gott að byrja bara á hvítu og eru þau til mörg mjög falleg og svo upp úr 2-3 mánaða aldri er hægt að fara byrja að setja liti í sængurverin sem hennta kanski kyni.

- Gott er að eiga 2-3 til skiptana eins og með lökin.

Hjá mér hef ég þurrft meira en nóg af þessu þar sem stelpan mín var rosalega dugleg að æla þegar hún var lítil og gerði maður ekki annað en að skipta á rúminu!

Gott er að passa að skipta mjög reglulega(hjá mér venjulega dugar 3-5 daga fresti en fer eftir óhreinindum) passa helst uppá að rúmið sé ekkert rakt því sveppir eru rosaleg fljótir að hreiðra um sig í röku rúminu, gott getur einnig verið að setja sængina og dýnuna af og til út á svalir og leyfa loftinu að leika um sængina og dýnuna.

En sumir velta því fyrir sér með kodda fyrir svona lítil börn, þau þurfa ekki kodda fyrsta árið en það er gott að eiga hann til ef kæmi til þess að barnið myndi veikjast og þyrfti að hækka undir höfðinu en það eru líka til kubbar sem settir eru undir framlappirnar ef hækka þarf höfuðlagið(mér persónulega finnst það eitthvað svo óöruggt sérstaklega ef barnið er mikið á ferðinni)

Hjá mér fékk strákurinn kodda til að kúra með upp úr 10 mánaða en hann svaf lítið sem ekkert með hann, hann var bara eins og skraut :)

Sumir vilja hafa himnasæng og er það alveg sjálfsagt að hafa himnasæng ef fólk vill, ég ætlaði mér alltaf en ég fann aldrei stöng fyrir rúmin hjá mér, en í staðinn hafði ég óróa yfir rúminu sem var með spiladós og svo þegar krakkarnir voru komnir með smá vit fyrir dóti fengu þau svona bók til að binda við rúmið með spegli og allskonar myndum og af og til voru bangsar í rúminu en þegar krakkarnir eru farnir að standa upp og svona þá þýðir lítið að vera með óróa eða dót :)

En þetta var svona það helsta sem ég vildi koma frá mér =)

Kv PINKY