Svefnvandamál ungabarna er alltof algengt. Sjálf er ég að standa í miklu veseni, ég veit hreinlega ekki hvort að það hafi verið eitthvað sem ég var að gera rangt eða hvað. Hún svaf mjög vel fyrstu 2-3 mánuðina. Svaf oftast alla nóttina og fór að sofa milli 22:00-24:00 og svaf til 8-9 morguninn eftir. Börn breyta svefninum oftast sjálf nema Sólrún gerði það aldrei. Hún var þrjósk og vildi bara sitt brjóst og vaka frameftir öllu! Ég er of lin og get ekki hlustað á hana gráta og tók hana alltaf upp og endaði alltaf á að svæfa hana á brjóstinu. og hvað uppskar ég úr því? barn sem vill ekki sofa nema uppí hjá okkur og sofna út frá brjóstinu. Alveg hreint stórkostlegt! Þessa dagana erum við að vinna í að koma rútínunni í almennilegt form! Ég keypti mér bókina “Draumaland” eftir Örnu Skúladóttir þegar ég var ólétt og ætlaði að lesa hana spjaldanna á milli til að passa mig að lenda ekki í þessu. En ég er of aumingjagóð og leyfði Sólrúnu að ráða soldið. Búin að fresta of lengi að taka á þessu vandamáli hjá henni.
Vandamálið er að hún neitar að fara að sofa! Hún er varla komin í lárétta stellingu þegar barnið byrjar að ÖSKRA. Ég er búin að reyna ALLT. Vænlegast hefur verið að þjónusta henni sem allra allra minnst! láta hana öskra og væla. En mömmuhjartað ræður bara ekki við þetta! eftir 2-3 kvöld þá gefst ég upp! Þetta þýðir auðvitað að maður þarf að byrja á reit einum og tekur við erfiðari törn næst! rútínan sem ég er að fara reyna koma á (auðvitað ekki heilagt en þetta er ca sem ég er að reyna að gera)

07:00 Vakna (brjóst/peli)
09:30 Sofa (matur + brjóst/peli) (efast samt að hún haldist svo lengi vakandi, hún sofnar yfirleitt um klukkutíma eftir að hún vakni)
11:00 Vakna (brjóst/peli)
13:30 Sofa (matur + brjóst/peli
16:00 vakna (brjóst/peli
20:00 sofa (matur + brjóst/peli)

Þessa rútínu fann ég í bókinni Draumaland, Hún er reyndar skráð fyrir 8mánaða barn og Sólrún er ekki nema 6mánaða. En rútínan sem ég fann fyrir hennar aldur er ekki að hennta henni neitt! Þessir daglúrar í rútínunni eru reyndar ekki nema 5 tímar þannig væri allt í lagi að hún svæfi aðeins lengur. En ætla að reyna halda henni alltaf vakandi frá 4-5 að svefntímanum :)

Næstu dagar verða hreint helvíti þar sem við foreldrarnir þurfa að sitja yfir barninu sínu grenja og grenja því hún verður að læra að sofna sjálf. Búin að reyna mörg trix.
Það er ekkert líkamlegt að henni. Búin að ath eyrun og svoleiðis.

Á þriðjudaginn ætla ég reyndar að hringja í Örnu svefnráðgjafa og fá ráð. Ef fleiri eru í vanda með svefnin á börnunum sínum þá er símanúmerið 905-5050 og kostar 99,- mínútan. Það er jú dýrt en ef það bjargar geðheilsu foreldranna og svefni barnsins þá mun þetta vera þess virði :) Það er opið á mánudögum og þriðjudögum. Heimasíðan þeirra er www.foreldraskoli.is

Það eru mjög skiptar skoðanir á þessu “grenja sig í svefn” máli. En ætli það séu ekki “bómulllar-mömmurnar” sem eru á þeirri skoðun. En ég er ráðþrota og búin að fá mörg ráð og það bara virkar ekkert! Núna þarf ég bara að herða upp hugan og sitja hjá henni og þjónusta bara ekki neitt, nema mesta lagi rétta henni snuð eða hafa hendina mína hjá henni. Ekki taka hana upp né gefa undan varðandi brjóstargjöf.
Það er líka alveg merkilegt hvað svona börn geta verið fljót að læra á mann :) hún bara vill ekki gefa sig!


Bara muna að áður en lagt er barn til svefns að passa uppá hluti eins og

* barnið sé ekki svangt og er búið að ropa, það er ekki þægilegt að þau fari að sofa enn með loft í maganum
* sé með hreina bleiu

Oft er líka gott að baða þau á kvöldin og setja í hrein föt og svo uppí rúm. Svo auðvitað kyssa þau góða nótt. Jafnvel fara með bænir eða lesa bók :) Ég er reyndar ekki byrjuð að lesa fyrir hana því hún er enn svo ung. En ætla að byrja á því á næstu mánuðum :) Man líka eftir einni bók sem ég ætla reyna verða mér út um. Hún heitir 366 mömmusögur! ein saga fyrir hvern dag! frænka mín átti hana þegar hún var lítil og þetta er voða sniðugt :)

En núna er lítið annað eftir en að enda þetta og fara með skæruliðan inní herbergi að garga :)

Bara ítreka það að ef þið eruð með svefnvandamál á börnunum ykkar þá að reyna laga það sem fyrst því þau verða ekkert auðveldari með tímanum og lagast ekki að sjáflu sér (auðvitað til undantekningar eins og í öllu öðru)
Ofurhugi og ofurmamma