Shaken baby syndrome - SBS SBS er notað þegar talað er um áverka á heila ungra barna sem hafa verið hrist, þetta er flokkað sem barnaofbeldi og það eru ekki vinsælustu ofbeldismennirnir! Margir foreldrar vita af SBS, sumir hafa áhyggjur af því að smá hoss geti valdið því eða þegar börn detta, eins og er títt þegar þau eru að læra labba. Það er hinsvegar ekki raunin. Læknar og aðrir fræðimenn segja að þetta þurfi að vera svo mikill hristingur að allir gætu séð að ekki væri rétt farið með barnið. Að vagga barni í svefn veldur ekki SBS en hinsvegar geturu skaðað barnið þitt með því að taka það upp um bringuna og hrista það til og frá svo hausinn skelli fram og til baka, það er alveg tvennt ólíkt og því er mjög ólíklegt að þú skaðir barnið þitt á þennan hátt ef allt er í lagi heima hjá þér. Það má hinsvegar taka fram að þegar barn dettur getur það fengið áverka á heilann, en það þarf að vera svolítið mikið högg og er ekki endilega foreldrum að kenna, slys henda alltaf.

Það er ekki eins að hrista barn og fullorðna manneskju vegna þess hve höfuðuð barna er stórt og þungt miðað við háls og líkama. Það sem gerist þegar barn er hrist er það að heilinn skellur fram og til baka á milli „veggjana“ í höfuðkúpuni sem veldur bólgum og blæðingum sem skaða starfsemi heilans, tildæmis með súrefnisskorti. Börn með SBS geta verið með minniháttar einkenni svo sem erfiðleika við nám, pirring, skjálfta, slappleika eða tíð uppköst. Meiriháttar einkenni eru krampar og meðvitundarleysi. SBS getur valdið dauða og gerir það í allt að 38% tilfella. Sum börn eru hrist svo illa að þau deyja nokkrum klukkustundum eftir atvikið, önnur börn upplifa „bara“ erfiðleika við nám og fleira seinna í lífinu.

Afhverju hristir fólk börnin sín? Það getur verið ójafnvægi í foreldrunum vegna eiturlyfja- og/eða áfengisneyslu, stress eða geðsjúkdómar. Aðal orsökin er samt grátur barnsins. Að vera einn með grátandi barni í marga klukkutíma án kvíldar getur leitt til það að maður missi stjórn á sér. Því er mjög mikilvægt fyrir foreldra að fá hjálp ef barnið grætur mikið, fá að anda í smá stund áður en aftur er farið að hugsa um barnið. Gott er að fá einhvern einstakling sem foreldarnir treysta 100% einstaka sinnum til að passa meðan þeir fara út og lifa lífinu utan heimilisins. Ef enga hjálp er að fá er betra fyrir alla að skilja barnið eftir á öruggum stað eins og í rimlarúmi, fara fram og reyna að ná sér niður áður en maður missir stjórnina. Grátur skaðar ekki barnið ef ekkert er að, hinsvegar er ekki mælt með að skilja barnið eftir eitt lengur en í 15mínútur max. Ef barn grætur mikið er samt mælt með því að fara til læknis með það og láta skoðað það til að útiloka veikindi.

Þegar barn er hrist missir það smám saman meðvitnund og hættir þessvegna að gráta, sumir foreldrar sem ekki vita betur halda að barninu þyki gott að láta hrista sig og þessvegna hætti það að gráta. Hinsvegar verður barnið bara sljótt, hefur ekki orku í gráturinn og svo missir það alveg meðvitund eftir mikinn hristing, þessir foreldrar halda þá að barnið hafi einfalldlega bara sofnað. Þetta er algengara en flestir halda, því miður.

Það er enginn superman til, svo ég viti til allavega, svo það er best fyrir alla foreldra að fá kvíld einstaka sinnum, fara út, rækta samband við vini sína eða bara hvort annað. Það getur komið fyrir besta fólk að missa stjórn á sér og það eru fæstir sem vilja gera barni sínu mein, svo til að hugsa um börnin okkar eins vel og við viljum er best að hugsa um sjálfan sig líka!
Nenniru að horfá mig þegar ég tala við þig =C