Meðgangan – Húðslit. Flestar stelpur kannast við að fá húðslit á kynþroskaaldrinum, t.d á rass, læri, mjaðmir og á brjóstin, en flestar stelpur skammast sín rosalega fyrir þessi slit sem hafa komið þá, en vittu til þetta er ósköp eðlilegur hlutur.


Húðslit orsakast af of mikilli teygingu eða þenslu á húðinni, konur kannast við á meðgöngu að kviðurinn byrjar að slitna, þær reyna af öllum sínum krafti að koma í veg fyrir þessi slit, bera á sig allskyns krem og olíur. Ef þú hefur verið með lokk í naflanum þá eru líkur á að það byrji að slitna út frá því.

En fyrir þá sem ekki vita þá vera húðslit til að innanverðu svo engin krem koma í veg fyrir þetta.
Húðslit er í raun örvefur sem allir geta fengið, slit geta komið fram við:

- Vaxtarkipp
- Hormónabreytingar
- Á kynþroskaskeiðinu
- Þegar of mikil þyngdaraukning verður á skömmum tíma
- Þegar unglingar fá tímabundna fitusöfnun


Húðslitin eru algeng á svæðum eins og:

- Mjöðmum
- Rassi
- Lærum
- Upphandleggjum
- Brjóstum
- Mjóbaki


Við ráðum því ekkert hvort við slitnum eða ekki, að ganga með barn er eins og að hafa vaxtarkipp á kviðnum, bumban stækkar ört og á það til með að taka rosalegan kipp og stækka mikið og þegar skyndileg stækkun verður þá geta myndast slit.
En það er enginn sem bannar ykkur að nota krem eða olíur til að bera á slitin, en þau húðsvæði sem þú berð á sem eru óslitin verða ekki varin fyrir slitum en geta komið í veg fyrir að slitin verði ekki of stór.

Slitin eru í fyrstu rosalega rauð, en dofna niður í bleik og með tímanum eða sirka 1-2 ár ættu þau að vera orðin hvít og sjást minna, sum grunn slit hverfa með tímanum en ef þú hefur slitnað mikið með stór og djúp slit geta þau verið til staðar það sem eftir er.

Hægt er að tala við húðsjúkdómalækni ef þér finnst þessi slit alveg ómöguleg og uppfylla ekki þau tísku skilyrði að líta út eins og silicon bombur sem eru photoshoppaðar í hel. Hægt er að framkvæma húðslípun og laser aðgerð til að “losna” við slitin en það getur kostað þig rosalega mikið fjármagn.
Snyrtifræðingur getur gert húðslípun og er því gott að ráðfæra sig við þá. Meðferðin við svona aðgerðum getur borið árangur en stundum hverfa slitin ekki alveg við það.

Húðslit er ekkert til þess að skammast sín fyrir, það er meirihluti mæðra sem hefur húðslit og láta það ekkert hrjá sig, heldur bera þessi ör með stolti.
Húðslit geta lagst jafn á stráka sem stelpur og er því ekki einugis stelpur sem fá slit.

Sjálf slitnaði ég á báðum meðgöngunum mínum og ég sé ekki eftir því, slitin eru að verða orðin alveg ljós en eru örlítið bleik á sumum stöðum og eru að vera komnir 8 mánuðir síðan ég átti sienna barnið.

Ef mig klægjaði í slitin á meðgöngunni notaði ég bara feitt krem sem sló á kláðann, ekki er mælt með því að klóra sér þar sem húðslitin eru viðkvæm og eiga auðvelt með að særast, mér þótti alltaf best að strjúka hraustlega yfir magan t.d annaðhvort með kremi eða án krems, ef þú klórar þér eru meiri líkur á að kláðinn flytji sig um set og blossi upp á öðrum stað. Að klóra kallar á meiri kláða, því er betra að strjúka.

Munið bara að slit eru algeng og það er ekkert sem kemur í veg fyrir þau, alveg sama hvort þú sért með olivuolíu eða eitthvað “töfrakrem” þá koma slitin alltaf að innanverðu.

Takk fyrir
PINKY