Meðgangan - Mín upplifun Í febrúar 2009 var ég farin að finna fyrir líkamlegum breytingum, varð þreyttari en venjulega í ræktinni; leið næstum því yfir mig einn daginn á skíðatækinu. Ég fann fyrir vekjum í brjóstunum og ég svaf meira en venjulega. Í fyrstu datt mér ekkert í hug að ég væri ólétt, en smám saman fór ég að „finna það á mér“ ég var alveg 150% viss á að ég væri ólétt þó ég væri ekki komin nema einn dag framyfir blæðingar. Kærastinn minn var ekki alveg á því, en hann hoppaði út í búð og keypti þungunarpróf. Við vorum ekki búin að vera reyna, en við vorum ekkert búin að vera passa okkur heldur, fyrir mér var barnið alveg velkomið, en kærastinn minn var ekki jafn tilbúinn. Ég tók prófið ein inni á klósti, meðan kærastinn beið fyrir utan. Um leið og ég sá að það var jákvætt, gat ég ekki hætt að brosa, ætlaði að reyna vera alvarleg þegar ég segði kærastanum fréttirnar því ég vissi að hann var ekki tilbúinn í þetta, en ég gat ekki annað en skælbrosað þegar ég kom fram.
Kærastinn var ekki jafn sáttur og ég í upphafi, en það var fljótt að breytast. Við vorum ekki lengi að verða spennt.Systir mín var ólétt á sama tíma, komin 7 vikum á undan mér, svo fjölskyldan mín var öll rosalega spennt yfir komandi krílum.
Tíminn leið hægt í upphafi, mikil ógleði, engin bumba, engin hreyfingar, bara þreyta og slappleiki; letin var í hámarki. Ég mætti illa í skólann og missti hratt úr, ég einangraði mig svolítið því mér var alltaf svo óglatt, svaf mest allan tímann. Ég hlakkaði samt mikið til 12.vikna sónarsins, kveið samt líka, mér leið eins og ég væri ekkert ólétt lengur, að barnið mitt væri dáið… Held að margar konur finni fyrir því þarna fyrst þegar maður finnur ekkert fyrir krílinu.
Í apríl hætti ógleðin ig fór ég í þennan sónar sem ég var búin að bíða lengi eftir, ég var með hjartað í buxunum yfir áhyggjum þegar ég lagðist á bekkinn, vissi ekki hvernig ég mundi taka fréttunum ef barnið væri farið. Þetta voru síðan allt óþarfa áhyggjur því á skjánum birtist lítið spriklandi kríli. Við kærastinn vorum yfir okkur hamingjusöm og fylgdumst spennt með skjánum á meðan krílið var mælt og skoðað. Við létum gera hnakkaþykktarmælingu sem kom rosalega vel út, allt leit vel út! Lífið lék við okkur.
Eftir 12.vikna sónarinn tók við biðin eftir 20.vikna sónarnum, við ætluðum að fá að vita kynið og vorum rosalega spennt. Við fórum í 20.vikna sónarinn komin tæpar 19.vikur því við vorum á leiðinni til Portugal að hitta foreldra kærastans, þau búa þar. Biðin var löng, en tíminn leið, og dagurinn rann upp á endanum. Allt var fullkomið eins og venjulega og litla fallega krílið okkar reyndist vera lítil stúlka. Sævar var búin að gíska á strák en ég var búin að gíska á stelpu svo ég „vann“ !
Daginn eftir fórum við svo til Portúgal, þar var æðislegt að vera, ég var komin með smá bumbu og þar í landi er mikil virðing veitt óléttum konum. Mér var hleypt framfyrir í röðum, fólk stóð upp úr sætum þar sem allt var fullt til að bjóða mér að setjast og ég fekk að leggja í sérstök óléttustæði fyrir utan stærri verslanir. Hitinn var samt óbærilegur þar sem ég var mjög heitfeng á meðgöngu eins og flestar konur, ég gat varla verið úti þegar heitast var á daginn en fyrir utan það var þetta bara skemmtilegt, ég gerði allt sem ég geri venjulega í útlöndum nema kannski að fá mér áfengi ;) en ég fór í vatnsrennibrautagarð, fór bara í þær rennibrautir sem ég taldi ekki geta skaðað bumbuna mína, ég fór á ströndina í sjóinn, á bodyboard meira að segja! Þarna var ég bara fullkomlega hress, með litla sæta bumbu sem truflaði ekki mikið.

Þegar við komum heim fór kærastinn nánast strax út til Noregs að vinna, hann ætlaði að vera þar í 3 mánuði til þess að vinna fyrir komandi fjölskyldu. Það var erfiður tími, ég saknaði hans svo mikið og mér fannst hann vera missa af svo miklu, öllum spörkunum sem urðu alltaf fastar og fastari og stækkandi bumbu. Hann var ekki með neitt net svo það var dýrt að tala við hann í gegnum símann, áttum ekki mikla peninga þá svo það var lítið um samskipti, held við höfum talað í síman svona 5 sinnum meðan hann var úti, svo voru það bara sms-sendingar.
Ég byrjaði að fá grindaverki í kringum 25.viku sem endaði í „grindagliðnun“ ekki löngu seinna, lífið varð ekki jafn æðislegt og áður. Bumban varð stór og fyrirferðamikil. Á 32.viku greindist ég með of háan sykur, eða næstum því meðgöngusykursýki, svo ég þurfti að byrja passa matarræðið mitt rosalega. Mér fannst það alls ekki gaman, alltí lagi að sleppa sykri svona dagsdaglega, en það var einstaklega leiðinlegt í veislum og svoleiðis.
Ég fann fyrir meðgönguþunglyndi á meðan kærastinn minn var úti, ég einangraði mig frekar mikið og eyddi öllum deginum í að taka til og þrífa, lesa bækur og horfa á sjónvarpið.
Ég fór í 3D sónar á 30.viku og fekk æðislegar myndir, þetta var æðisleg lífsreynsla og ég mundi mæla með þessu fyrir alla, kostar smá peninga en þetta var svo yndislegt.
Þegar kærastinn minn kom heim lagaðist öll andleg vanlíðan. Lífið varð yndislegt og við tók biðin eftir stelpunni okkar. Af einhverjum ástæðum bjóst ég við því að eiga hana snemma, eða í kringum 38. viku. Ég hefði átt að sleppa því að halda það, vegna þess að ég átti ekki fyrr en á 41.viku. Biðin frá 37 – 41 var hræðileg, tíminn leið bara ekki neitt og öll mín orka fór í það að „reyna“ koma henni út með húsráðum. Ég var farin að halda að hún mundi bara aldrei koma þegar ég náði fullri meðgöngu (40 vikum)
Á endanum byrjaði ég að finna verki, fæðingin fór af stað, er búin að gera grein um hana hérna fyrir neðan (prinsessa Mendes) svo ég ætla ekki að bæta meira við þessa löngu grein. Þegar á heildina er litið var meðgangan æðisleg upplifun og ég sé ekki eftir neinu! Það komu erfiðir tímar en góðu hlutirnir bættu þá algjörlega upp. Takk fyrir lesturinn og njótið meðgöngunnar þið sem eruð óléttar. Ég hlakka ekkert smá mikið til að gera þetta allt aftur!
Nenniru að horfá mig þegar ég tala við þig =C