Foreldrahlutverkið - Andleg líðan eftir fæðingu. Það þekkja flestir foreldrar andlegu líðan eftir að barn kemur í heiminn,
sumir finna fyrir óöryggi, vanmætti og jafnvel vonleysi við það að vera foreldri.
En sumir finna fyrir gleði, hamingju og sjá fram á bjarta framtíð.
En við reynum flest að standa okkur eins og við best getum í að vera til staðar
fyrir barnið okkar og veita því alla þá ást og umhyggju sem við getum gefið því.

Að vissu leyti er foreldrahlutverkið ekki auðveldur hlutur andlega,
stundum er maður það úrvinda að manni gjörsamlega finnst allt vonlaust
og barnið grætur og grætur og ekkert gengur að hugga það, þá er gott að hafa hjálparhönd.
Það er ekki allt eins og áður, þú getur ekki bara stokkið út í búð og kaupa mjólk ef þú ert ein/n,
en ef þú hefur einhvern til að sitja yfir barninu sem þú treystir ættirðu að nýta þér það að fara út
og fá smá "breik,, á því sem gengur á heima.

Ekki gleyma því að þú þarft líka að hugsa um þig, ef þig langar að fá að sofa örlítið eftir erilsama nótt,
fáðu þá einhvern sem getur haft barnið í smá tíma og leggðu þig það er nauðsýnlegt að vera úthvíldur
og tilbúin/n í næsta verkefni, ef þú hefur einhvern sem þú treystir fullkomnlega fyrir barninu, farðu þá
endilega út og skemmtu þér, þó það sé ekki nema bíó, eða út í verslunarleiðangur.

Ef þú ert önug/ur þá skynjar barnið það, því er oft gott að komast út og
taka smá göngutúr og anda að sér fersku lofti.
Barnið skynjar flest frá móður og föður, og ef það er mikið ergelsi á heimilinu er gott að
reyna að bæta andrúmsloftið og halda áfram með daglegt líf með barninu,
því betur sem þér líður því rólegra er barnið.

Vanlíðan og þunglyndi eftir fæðingu er yfirleitt skipt í 3 flokka:

1. Sængurkvennagrát.
2. Fæðingarþunglyndi.
3. Fæðingarsturlun.


Sængurkvennagrátur er vægt þunglyndi eða depurð sem meira en helmingur kvenna
upplifir fyrstu dagana eftir fæðingu. Honum má helst lýsa sem miklum tilfinningasveiflum,
viðkvæmni, önuglyndi, gráti án sérstakrar ástæðu og/eða mikilli þreytu fyrstu dagana á eftir.
Einnig geta komið fram almennur kvíði, svefntruflanir og breyting á matrlyst.
Gráturinn er samt helsta einkennið.
Sængurkvennagrátur er ekki alvarlegt mein og gengur fljótt yfir.
Miklu máli skiptir að konan fái góða hvíld og skilning sinna nánustu.

Fæðingarþunglyndi kemur fram hjá um 14% kvenna eftir fæðingu. Fæðingarþunglyndi getur komið fram hjá konum á ólíkan hátt. Það kemur fram á fyrstu mánuðum eftir barnsburð og getur varað í marga mánuði. Margar konur gera sér í raun ekki grein fyrir því, jafnvel ekki fyrr en mörgum árum síðar, að sú vanlíðan sem þær upplifðu á sínum tíma, var í raun fæðingarþunglyndi.

Einkenni þunglyndis eftir fæðingu eru svipuð og þunglyndis almennt eins og:

*Geðlægð/dapurleiki
*Einbeitingarörðugleikar
*Svefntruflanir
*Breyting á matarlyst
*Kyndeyfð
*Þráhyggjuhugsanir, t.d. hræðsla við að gera barninu mein
*Vanmáttarkennd, sérstaklega hvað varðar ummönnun barnsins
*Sjálfsvígshugsanir
*Óraunhæfar áhyggjur af heilsu barnsins
*Einangrun

Meðferð fæðingarþunglyndis er, eins og við aðrar tegundið þunglyndis, mismunandi
eftir því hversu alvarlegt það er. Við vægari einkennum dugar sjálfshjálp ágætlegaen
við erfiðari einkennum þarf sérhæfðari aðstoð eins og samtalsmeðferð eða lyfjameðferð.
Hikaðu ekki við að ræða málið við þinn hjúkrunarfræðing, sem mun leiðbeina þér og
aðstoða við frekari úrræði, eins og hafa samband við þinn heimilislækni eða
sérfræðing á þessu sviði.
Að greina vandann sem fyrst skiptir miklu máli svo meðferð geti hafist.

Nokkur atriði til sjálfshjálpar:

1. Vertu ekki feimin við að þiggja alla þá hjálp sem þér býðst frá fjölskyldu og vinum.
2. Tryggðu þér nægan svefn. Leggðu þig á daginn og farðu snemma í rúmið á kvöldin.
3. Hreyfðu þig, göngutúr eða önnur líkamsrækt getur gert kraftaverk þótt þú sért þreytt.
4. Slökun getur endurnært líkama og sál í amstri dagsins.
5. Borðaðu hollan mat. Kona með barn á brjósti þarf fleiri hitaeiningar en sú sem ekki mjólkar.
6. Forðastu stórar ákvarðanir og meiriháttar breytingar.
7. Talaðu við aðra og tjáðu þeim tilfinningar þínar.

Fæðingarsturlun er sjaldgæfasta og jafnframt alvarlegasta form fæðingarþunglyndis, sem kemur fyrir
hjá einni til tveimur konum af hverjum þúsund eftir fæðingu. Veikindin byrja oft skyndilega nokkrum
sólarhringum eftir fæðingu, en þeirra getur einnig orðið vart allt að 3 mánuðum eftir fæðingu.
Fyrstu einkenni eru oftast eirðarleysi, önuglyndi, svefnleysi og ranghugmyndir.
Þetta er afar alvarlegt ástand, þar sem konan er mjög veik á geði og hún er ófær um
að sinna sjálfri sér og barni sínu. Í slíkum tilfellum þarf læknismeðferð á sjúkrahúsi að koma til.

Tekið úr bæklingnum "Andleg vanlíðan eftir fæðingu, algengari en margan grunar,,

En allavega af minni reynslu þá skiptir mig rosalega miklu máli að vera ekki einungis bundin börnunum,
heldur geta komist út á meðal fólks og anda að mér fersku lofti og gleyma áhyggjunum um stund.
Njóttu þess að vera til, og ekki gleyma því að þú hefur þarfir líka.

KV PINKY