Ég er búin að fylgjast með hérna á huga.is(rómantík-börnin okkar) og hef haft gaman að, hef þó aldrei komið mér í það að senda inn bréf fyrr en núna. Ég hef aðallega verið að fylgjast með Gromit og raunum hans og ég verð að segja að mér finnst hann sýna mikinn þroska og mikla skynsemi í sambandi við þessar aðstæður sem hann er í. Mig langar agalega til að fá að vita hvað hann er gamall, eða allavega fá eitthvað hint á það, svo ég geti áttað mig betur á þessu (mig grunar að hann sé ekki eldri en 25 og ekki yngri en 20) !!! Ég sjálf er 24 ára gömul og er stjúpmamma (á því miður engin börn sjálf og finnst löngu komin tími til þess) og ég verð því miður að segja þetta: Þetta er erfiðasta og leiðinlegasta hlutverk sem ég hef tekist á við, allavega í mínu tilviki (hef slæma reynslu af þessu) Ég hefði aldrei getað trúað því hvernig þetta er. Maðurinn minn lætur oft eins og hálfviti með þetta og skilur ekki að það þarf að vera skipulag á hlutunum sem er best fyrir alla aðila og þá sérstaklega ungt barn. Þessvegna hef ég “dáðst” að því hvernig Gromit tekur á þessu og vildi óska að allir pabbar í þessari aðstöðu væru eins og hann og hefðu nr. 1 vit á því að hafa skipulag á þessu.
Bestu kveðju