Prinsessa Mendes Jæja litla fallega prinssessan mín fæddist mánudaginn 09.11.09, eftir 41vikna og 1dags meðgöngu. Ætla koma með fæðingarsöguna hérna :)

Ég byrjaði að fá óreglulega verki laugardaginn 7.nóv, voru svolítið eins og stanslausir samdráttaverkir, ekki gott. Aðfaranótt sunnudagsins klukkan 3 breyttust þeir í reglulega verki sem komu á 11-14 mín fresti.

Klukkan um 2 á sunnudeginum var ég enþá með reglulega verki en þeir voru bara á 10 mínútna fresti enþá, en mér fannst þeir vera svo langir og vondir að ég ákvað að kíkja upp á deild til að fara allavega í skoðun. Ég mætti á hreiðrið rétt um þrjú og það var tekið rosalega vel á móti mér, fekk ljósmóðir sem heitir Eva og hún var algjört gull af manneskju, eins og allar ljósmæðurnar sem ég kynntist þennan daginn!

Það var tekið rit og ljósmóðirin varaði mig við áður en hún skoðaði mig að það væri örugglega ekki mikið að gerast og lítil sem jafnvel engin útvíkkun væri ekki ólíklegt. En þá var ég komin með 3-4 í úttvíkkun mér til mikillar undunar. Ljósan ætlaði að losa um belgin, en þá var hann orðin eitthvað viðkvæmur svo hann sprakk og vatnið fór að leka.

Ég var ekkert með það mikla verki svo ég ákvað að fara bara heim aftur, en í bílnum á leiðinni varð þetta svo óbærilegt að ég fór ekki einu sinni heim, kallinn hljóp upp og náði í skírsluna sem við gleymdum og bara beint upp á deild aftur.

Ég byrjaði á að skella mér í baðið, það var rosalega gott og ég tókst rosalega vel á við hríðarnar, finnst mér, andaði mig í gegn og var bara róleg og sæl í baðinu. Þegar verkirnir fóru að harðna fannst mér baðið ekkert svo gott lengur, fór uppúr skellti mér á fjórar fætur, studdi mig við kallinn og fekk glaðloftið góða. Það var æðislegt, allavega í smá stund.

Þegar ég var komin með 7 í útvíkkun gat ég ekki meira og grátbað um mænurótardeyfingu, þá þurfti ég að yfirgefa hreiðrið og Evu ljósu og fara yfir á fæðingarganginn. Þar tók á móti mér enn önnur jafn æðisleg ljósmóðir sem heitir Sonja. Svæfingarlæknirinn var upptekinn svo ég þurfti að bíða eftir deifingunni, lengi fannst mér, veit ekkert hvernig tímanum leið þarna, en það var erfiðasti tími fæðingunnar, verkirnir voru óbærilegir og ég var bara í ruglinu því ég fekk varla súrefni því ég vildi ekki sleppa galðloftinu.

Þegar deifingin var loksins komin í, þá var ég komin í himnaríki, engir verkir, ekkert, smá þrystingur niður af og til og vá, þetta var fullkomnun. Þá lá ég þarna og spjallaði við ljósuna, kallinn minn og læknanemann hana Söru, sem var algjört æði líka. Útvíkkunin fór upp í tíu á mjög stuttum tíma að mér fannst, var reyndar búin að missa tímaskinið alveg og ekkert að fylgjast með tímanum, en ég held að ég hafi verið komin með fulla útvíkkun um 11 leitið 8.nóvember. Þá fengum við kallinn að setja puttann inn og finna fyrir kollinum, og vá, okkur brá hvað hann var kominn langt niður, settum puttan svona 3 - 4 cm inn þá fann maður vel fyrir kollinum.

Rembingurinn byrjaði ekki alveg strax, en þegar hann byrjaði stóð hann yfir í svona 40 mínútur, ég var rosalega þreytt og þetta var rosalega átakanlegt og erfitt. Allt í einu duttu hríðarnar mínar bara niður og enginn rembingur og ekki neitt að gerast, litla skvísan var þá komin vel niður svo það var mikill þrystingur og óþægindi en ekkert sem ég gat gert til að reyna klára. Það var óþægilegt en samt gott því ég náði þá að sofna svolítið. Ljósan, sem hét þá Erna, komin ný jafn yndisleg, vissi nú ekki alveg hvað gæti verið að, hækkaði dreypið sem átti að koma samdráttum af stað vel upp en allt kom fyrir ekki, ekkert gerðist í um klukkutíma. Hún talaði við fæðingarlækna, en sem betur fer áður en þeir fóru að skipta sér að byrjuðu hríðarnar aftur sjálfkrafa, alveg á fullum krafti og þá var ekki langt í ástina mína.

Hún fæddist klukkan 02:52, tók brjóstið alveg strax, rosalega vel og saug vel og lengi. Fullkomin og rosalega falleg. Hún var 3465gr eða tæpar 14 merkur og 51,5cm á lengd, löng og fín.

Þetta var besta upplifun í heiminum og ég er alveg í skýjunum. Að heyra fyrsta grátinn og fá hana í fangið var alveg rosalegt og andartak sem ég mun aldrei gleyma.

Hún liggur núna í vöggunni sinni hérna heima steinsofandi, búin að sofa svo lengi að ég þarf að fara vekja hana til að gefa henni brjóst. Við ætlum að hafa það kósí saman uppí rúmi núna létt klæddar og súpa smá.
Nenniru að horfá mig þegar ég tala við þig =C