Þegar ég varð ólétt og var á netinu að fræðast um alla heimsins hluti varðandi allt þá varð ég strax hrifin af hugmyndinni af taubleium, kanski spilar inní að ég komast að því að ég væri ólétt leið og kreppan skall á hehe :)
En eg varð alltaf spenntari og spenntari fyrir þessari hugmynd. Þá aðalega af fáeinum ástæðum:
1. MIKILL sparnaður til lengri tíma
2. miklu betra fyrir barnið
3. ég og mín systkini fengum öll útbrot af bréfbleium
4. Umhverfisvænt

Gallarnir við þetta eru engir sem ég veit um. Ekkert sem mælir gegn þessu nema kanski eina að startpakkinn er kanski dýr.

Taubleiur eru ekkert eins og taubleyjur voru fyrir mörgum árum síðan, þessar taubleiur hafa þróast mjööög hratt og eru bara orðnar MJÖG líkar þessum hefbundnu bréfbleium.


Ætla byrja að útskýra þessar hefbundnu bleiur, sem kallast gasbleiur. Þetta virkar mikið bras fyrir hvern þann sem hefur ekki kynnt sér efnið.
Bleiurnar sjálfar fást t.d. í rúmfatalagernum. 12stk á 1690kr
Hérna er svo myndband hvernig maður setur svona bleiu á
http://www.youtube.com/watch?v=Tcd_GI5IW9Q

Í myndbandinu setur hún bara coverið beint á (maður verður helst að hafa cover utan um þessar bleiur þar sem pissið gæti vel vætt allt)
En það er hægt að kaupa svona stykki til að festa bleiuna saman og hérna er linkur á slíkt
http://isbambus.com/taubleiur/nappi-nippas-bleiufestingar

Coverin eru úr vatnsheldu efni og hérna eru linkur á þau. Maður þarf ekki meira en svona 3-4stk þar sem maður þarf ekki að þvo þau eftir hverja notkun
http://isbambus.com/taubleiur/cover

Sjálf var ég að reikna út hvað þetta mundi kosta mig ef ég mundi kaupa þennan pakka í dag með öllu sem ég vil. og með þennan hluta taubleia væri þetta svona:

gasbleiur 2pakkar væru 3380
bleiufestingar 1390
cover 3stk 6750

Þetta getur maður þess vegna notað út allt bleiutímabilið! Bleiurnar sem ég er að kaupa á dóttur mína eins og er kosta 1500 kall í bónus og þær verða bara dýrari því meira sem hún stækkar.



Svo eru til heldur flottari og auðveldari bleiur (ekki eins og gasbleiurnar séu eitthvað flóknar hehe)



AIO (allt-í-einni) bleia er einfaldasta gerðin af taubleium og einna líkust bréfbleium. Mjúkt efni næst húðinni, fast innlegg þar fyrir innan og ysta lagið er vatnshelt. Ekki er þörf á neinum aukahlutum en í sumar gerðir er hægt að setja auka innlegg. Fest með riflási eða smellum.

Helstu kostir: Allt í einni bleiu, einföld, fljótleg og þægileg (einstaklega pabba og leikskóla væn).

Helsti ókostur: Getur verið lengi að þorna.

http://isbambus.com/taubleiur/aio


Vasableiur
Hvað er vasableia?
Vasableia er bleia í tveimur hlutum. Bleian sjálf er úr mjúku efni næst húðinni og vatnsheldu efni yst, á milli myndast vasi þar sem innlegg er sett í. Með sumum tegundum fylgir innlegg með bleiunni en með öðrum þarf að kaupa þau sér. Fest með riflási eða smellum.

Helstu kostir: Fljót að þorna, einföld og þægileg í notkun, hægt að auka rakadrægnina með mismunandi innleggjum og/eða fjölda innleggja.

Helsti ókostur: Það þarf að setja innlegg innan í bleiuna.

http://isbambus.com/taubleiur/vasableiur

One size
Hvað er one-size?
One-size bleia/cover er bleia þar sem hægt er að stilla stærðina svo hún passi frá fæðingu þar til bleiutímabilinu líkur. Fest með riflási eða smellum. Til eru AIO bleiur, vasableiur, fitted bleiur og cover sem eru one-size.

Helsti kostur: Ódýrari kostur til lengri tíma litið en bleiur í stærðum (ein bleia á móti small, medium og large).

Helstu ókostir: Gæti verið heldur stór og fyrirferðarmikil á minnstu börnin fyrstu dagana og/eða vikurnar, einnig gæti hún orðið of lítil í lok bleiutímabilinu (ef barn er mjög stórt). Hver one-size bleia en venjulega dýrari en bleia í stærðum.

http://isbambus.com/taubleiur/one-size


Þessar 3 eru þessar aðalbleiur sem fólk er að nota.

Ég sjálf eftir mikla pælingar, margar umræður og mörg video sýnist mér BumGenious one size bleian vera sú bleia sem ég vil kaupa!
Get notað hana strax og alveg þangað til hún hættir með bleiu! Bara frábært, hef reyndar lesið að franski rennilásinn verði orðinn sjúskaður eftir nokkra mánuði, en mér er alveg sama. kostar ekki svo mikið að kaupa franskann rennilás og ég er fær á saumavélina.


Svo er til eitt sniðugt í bleiurnar

Hríspappír
Hríspappírinn notast innan í taubleiur til að “grípa” hægðirnar og einfaldar þannig taubleiunotkunina. Ef aðeins hefur verið pissað í pappírinn er hægt að þvo hann með bleiunni og nota 3-5 sinnum. Hægt er að setja notaðan pappír beint í klósettið nema en ef um eldri og/eða viðkvæmari lagnir er að ræða. 200 blöð í pakningu.


Þegar fólk er rétt að kynna sér bleiurnar eða hafa bara ekkert kynnt sér efnið þá er það oft viss um að þetta borgi sig bara ekki neitt. Því það þarf auðvitað að þvo bleiurnar. En þannig er nú það að það er skítódýrt rafmagn á íslandi og alveg feikinóg að setja 1-2tsk af þvottaefni og þá má ekki nota mýkingarefni á bleiurnar. Best er að nota annað hvort nauotral eða milt fyrir barnið, alls ekki nota sterk þvottaefni eins og ariel og svona.
Það má þvo þær á 60°c og á löngu prógrammi eða nota forþvott :)
Bleiurnar mega fara í þurrkara en alltaf betra samt að þurrka þær úti á snúru en auðvitað er það ekkert alltaf möguleiki. Ef það er enn blettir í bleiunni eftir þvott þá er sólarljós besti blettaeyðirinn ;)

Ef ég mundi kaupa allann pakkann sem mig langar í þá mundi heildarkostnaðurinn vera 52.910 og inní því eru 24 gasbleiur, bleiufestingar (3 í pakka), 3 cover, 10 one size bumGenious bleiur & hríspappír.

Þá þyrfti ég bara ekkert að kaupa bleiur aftur, nema kanski ég komi með annan krakka á næstunni þá kanski mundu bleiurnar ekki duga.

Hérna eru netverslanir sem selja taubleiur:
www.isbambus.com (fékk flestar þessar upplýsingar þaðan)
http://www.thumalina.is/verslun/do/voruflokkur/taubleiur
http://www.litlakistan.is/?i=416&expand=82-416
http://montrassar.net/
http://www.snilldarborn.com/is/groups/get_detailed_list/gid/29
http://www.barnavorur.is/index.php?option=com_virtuemart&page=shop.browse&category_id=42&Itemid=53&TreeId=1
Ofurhugi og ofurmamma