var alveg búin að sætta mig við þá staðreynd að barnið kæmi aldeilis ekki á settum degi, ég sem hafði verið svooo harðákveðin í að enda ekki í gangsetningu eða eitthvað slíkt.
Ég og kærasti minn tókum rúnt í næsta bæ því hann þurfti eitthvað að vesenast í vinnuna og ákváðum bara fara lengra og kíkja á Neskaupsstað, svona í ljósi þess að settur dagur væri daginn seinna og við höfðum ekki skoðað fæðingardeildina og ég var dálítið forvitin með þau mál.
Jæja við skoðum deildina og allt voða spennandi og ég segi við ljósmóðurina að ég ÆTLAÐI að koma á næstu klukkutímum, mesta lagi nokkrum dögum seinna.
Við keyrum heim á leið, klukkutíma akstur. um leið og við rennum inná bílastæðið fékk ég samdrátt með verkjum og kærasti minn alveg “við erum EKKI að fara uppá deild núna, við vooooorum að koma þaðan” en ég var alltaf að fá samdrætti þannig þetta átti nú ekkert að vera öðruvísi :)

svo komu samdrættir reglulega eftir það. Hélt nú enn að þetta væri bara normal.
Við mamma skruppum á videoleiguna og leigðum okkur 2 hryllingsmyndir í þeirri von að eitthvað færi að gerast.
Við setjum aðra myndina í og hún var varla hálfnuð þegar verkirnir voru orðnir frekar vondir og ég ákvað að stoppa myndina og reyna leggjast niður og fá smá hvíld ef þetta væri að fara gerast. ekki mundi veita af.
um miðnætti hringi ég í ljósuna og hún ætlaði ekki að trúa mér þegar ég sagðist vera komin með verki með stuttu millibili.

Við drífum okkur á stað, enda löng keyrsla framundan.

Þegar á spítalann var komið komst upp að ég var komin með meðgöngueitrun, það var búið að vera vesen með blóðþrýsting og bjúg undanfarnar vikur en þvagið virtist alltaf vera í lagi, en þarna voru komnir 2+ og ljósmóðurin hafði samband norður á Akureyri og þeir vildu fá mig þangað.
Kærastinn var alveg hriklega ósofinn, hafði tekið daginn fullsnemma og var búinn að vera vakandi í að verða sólarhring og algjörlega búinn á því.
Við drifum okkkur heim og reyndum að fá smá hvíld. Ég aðeins náði að dotta á milli verkja. Aldrei í meira en 5mín í einu.
Um 10-11 hringdum við á lækni og fengum sjúkrabíl til að fara norður og vorum komin þangað um 14.
Var enn með verki en samt ekki nógu harða og reglulega. Þetta virtist ætla verða langt ferli.
Ég reyndi að sofna endalaust oft, en náði aldrei meira en kanski 10mín í einu.

Um kvöldið fór að styttast á milli verkja og ég vonaðist til þess að það væri komin aðeins meiri útvíkkun en hafði verið áður en ég fór á Ak. Hún hafði verið 2cm þá.
Leyfði mér að vona að væri komin í ca 3cm bara til að vera ekki OF bjartsýn, en nei nei hún var komin uppi 6cm :)
Kallinn var á leið til frænku sinnar til að hvílast smá og það var greinlegt að það yrði ekki langt stopp þar.

Ég reyndi að hvíla mig smá á meðan hann var í burtu, labba aðeins um gangana í þeirri von að það mundi flýta fyrir, var orðin svoooo þreytt og vissi að ég mundi aldrei ná mikið meiri orku en ég var með þarna.
Um 12 var mælt aftur og þá var útvíkkunin komin í 8 og þá var tímabært að fá kallinn uppá deild og fara færa sig yfir í fæðingarstofuna.

þegar á fæðingarstofuna var komið þááá byrjaði sko gamanið! fullt af skemmtilegu dóti sem létti lundina og hjálpaði mér að slaka á og undirbúa þetta ævintýri.
Ég lét renna í baðið og fór ofan í það.

Baðið hjálpaði rosalega að róa mig og slaka á, ásamt Noruh Jones.(ætti kanski að senda henni þakkarbréf)

Kærasti minn og mamma mín voru hjá mér á þessum tíma og voru æðisleg við mig og þetta var bara æði :D

Um hálf 2 minnir mig var belgurinn sprengdur og þá byrjuðu verkirnir að versna enn meira.
Ég hélt áfram að einbeita mér að slaka á. Mér tókst ótrúlega vel að slaka á og einhverneginn tókst mér að dotta á milli hríða, enda veitti ekki af kröftunum!

Verkirnir fóru að verða verri og verri og verri og glaðloftið bjargaði lífi mínu gjörsamlega. Svona undir lokin var ég farin að öskra í grímuna!

Það var ekki fyrr en 04:35 sem ég byrjaði að rembast. Mér fannst rembingurinn standa yfir heillengi og ganga hægt fyrir sig.
En ég hef víst verið með verulega ónýtt tímaskyn þarna því hún var komin í heiminn 04:50
þannig rembingurinn tók ekki nema korter og það finnst mér bara helvíti gott miðað við fyrsta barn.
Stúlkan var slétt 3kg (12 merkur) og 53cm. grönn og leggjalöng :) með mikið dökkt hár :D

Þetta var bara æðisleg tilfinning að koma henni út, eftir að hausinn var komin þá bara stökk hún út!
Byrjaði strax að gráta, og ég líka, og hlæja! og tilfinningin sem kom þegar ég fékk hana í hendurnar er óútskýranleg. Þarna var ég að horfast í augu við einstakling sem ég bjó til! sem var búin að vera inní mér í marga mánuði og þarna var hún loksins komin!

meðan ég var með hana í fanginu sagðist ljósan ætla gefa mér lyf til að koma fylgjunni út og ég alveg “okay” og hún stakk mig og ég alveg “ái þetta var vont” kanski pínu kjánalegt að kvarta undan pínu sprautu örfáum mínútum eftir að maður kom barni í heiminn og sérstaklega þegar verkirnir voru reglulegir í einn og hálfann sólarhring haha!

Svo fékk pabbinn barnið í hendurnar og varð ástfanginn um leið, enda svo vært og gott barn sem við eigum!
Ljósan skoðaði mig og viti menn, rifnaði nánast ekkert. Bara pínu pínu pons rifa sem varla tók því að sauma!
Spöngin alveg heil líka!!

Þetta var sannkölluð draumafæðing, engin lyf, voða róleg, rifnaði ekkert, rembingurinn tók svona stuttan tíma. En útvíkkunin tók nú samt alveg slatta langann tíma en það er líka allt í lagi! Fékk fallegustu stelpuna að launum! Svo var ég líka með besta mögulega stuðning sem finnst!
Er bara svoooo hamingjusöm með þetta :D
Ofurhugi og ofurmamma