Jæja byrja ég enn einu sinni.
Þannig er nú mál með vexti að ég er komin á þann aldur þar sem að fólk fer að skylja í umvörpum.
Og það virðist sem að við skylnað komi annað hvort hinn sanni maður sambúðar aðila í ljós eða að fólk tapi bara glórunni.
Það er alltof algengt að þegar að fólk er að skylja að pabbarnir gleymi börnunum sínum.
Það hefur til dæmis mikil áhrif á lífstíl barnsins þegar að karlmaðurinn með klækjum og leiðindum hirðir mestmegnið að því sem að parið hefur sankað að sér.
Það er miklu erfiðara fyrir einstæða móður að byrja upp á nýtt, en fyrir karlmann sem að ekki er með barn á framfæri.
Og barnið líður fyrir það að það er ósköp lítið til á heimilinu, og jafnvel ekkert heimili til því að karlmaðurinn tók íbúðina.
Þessar mæður verða virkilega að berjast til að ná endum saman og reyna að koma hlutunum í það horf að barninu þeirra líði vel.
Og svo er það virkilega sorglega, þegar að þeir hætta algjörlega að sinna börnunum.
Börnin eru vængbrotin, og skaðinn hættir aldrei að koma í ljós.
Ég geri mér grein fyrir því að hérna inn koma ekki margir slíkir feður, en við hin sem að erum í kringum þessa menn ber skylda til þess að láta þessa menn vita að við erum ósamþykk þessu atferði.
Það getur vel verið að þeim finnist þetta ekki koma okkur við en þetta eru litlar sálir sem verið er að fara illa með og þessi börn verða að hafa sem flesta í liði með sér.
Skítt með það að þessir vinir eða skyldmenni okkar fari í fílu út í okkur, ef að við getum vakið þá til umhugsunar þá er það fílunar virði!