Mig langar til að biðja ykkur um að segja mér hvað er æði við pabba.
Þessa littlu hluti sem að gera þá öðruvísi æði en mömmur.

Þannig er mál með vexti að littla stelpan mín er voðalega upptekin af því að hafna pabba sínum þessa dagana.

Og ég hef tekið upp á því að segja henni af hverju pabbar eru æði!

Td.

Pabbi minn vekur mig á morgnana.
Hann strýkur á mér bakið með stóru heitu höndunum sínum og kyssir mig á kinnina.
(Stundum kitlar skeggið hans mig).
Hann leifir mér að þykjast sofa þegar ég vil að hann strjúki bakið mitt lengur.

Pabbi minn les fyrir mig, hann er með dýpri rödd en mamma, og það er gott að leggja eyrað upp við bringuna á honum.
(Stundum er það jafn róandi og að hlusta á rigninguna, þegar ég er að reyna að sofna.)
Hann getur gert stórar og dynjandi raddir.


Mig vantar fleiri innlegg, því sú littla er hrifin af þessu og er farin að sjá kosti þess að knúsa pabba sinn.



PS

Ef að ég hef stafsett vitlaust, þá vil ég að þeir aðilar sem hafa eitthvað út á það að setja, viti að ég geri mér grein fyrir þessum vankanti mínum og hef mínar ástæður fyrir þessari fötlun minni.
Ef að þetta er merki um heimsku þá sætti ég mig bara við það.
Sem sagt ég veit að ég er heimsk og get ekki stafsett, því er engin þörf á því að láta mig vita af því.