Halló allir,
mig langar til að setja hér inn uppskriftir að leir og trölladeigi, sem hægt er að leyfa börnunum að leika með.

Leir:

2 bollar hveiti
1 bolli salt
1 bolli vatn
örlítil matarolía
matarlitur

Allt er hnoðað saman þar til það er orðið jafnt og fínt. Passa sig að geyma leirinn í poka, annars verður hann þurr. Svona leir var alltaf gerður á leikskólanum sem ég vann á. Hann var gerður á mánudegi og entist út vikuna ef hann var geymdur í vel lokuðum poka.

Trölladeig:

2 bollar hveiti
2 bollar salt
2 msk veggfóðurslím
1-2 msk. matarolía
matarlitur eftir smekk
vatn eftir þörfum

Hnoða allt saman. Mótið það sem þið viljið úr deiginu og bakið í ofni við 100°c í 8-10 mín.
Fann þessa uppskrift einhvern tímann á netinu, en hef aldrei gert hana.
Sá sem margt veit talar fátt