Kennarinn minn sagði mér frá því í gær að dóttir hennar væri að lenda í einelti. Köllum dóttur hennar bara Siggu, þó hún heiti annað. Nú er hún “Sigga” 10 ára og hefur alltaf gengið vel í skólanum. Þetta byrjaði þegar hún var 7 ára, að einhvernveginn fékk hún allan bekkinn til að vera á móti sér. Þau máttu ekki sjá hana líða vel, þá byrjuðu þau að gera henni lífið leitt!!!!

Ég var svo reið þegar kennarinn minn sagði frá þessu og sem betur fer er verið að tala um einelti í dag. Áður var það ekki þekkt að börn væru niðurlægð í skóla, það var bara eðlilegt að það væri “nörd” eða eitthvað svoleiðis í hverjum bekk og að þeir ættu ekki að fá að lifa hamingjusömu lífi að áliti annarra.

Þetta minnti mig á það þegar ég var í grunnskóla, ég var 10 ára eins og Sigga, dóttir kennara míns. Sjálfur kennarinn fékk allan bekkinn á móti mér og honum tókst það!!! Ég var lítil og ljóshærð með gleraugu á stærð við ugluaugu og það þótti mjög creepy og ljótt og er það kannski enn? Nú er þetta svo mikið í tísku að vera með gleraugu. En nóg með mig, ég er að tala um aumingja Siggu litlu sem fær ekki að njóta bernsku sinnar eins og flest önnur börn (þó einelti sé mikið að aukast núna)

Þegar hún var 9 ára talaði hún um að vilja ekki lifa lengur og vildi bara deyja!!!! 9 ára og vildi DEYJA!!!!
Núna líður henni betur við það að sitja ein úti í horni með húfuna niður fyrir augu. Mamma hennar sagði mér að þetta væri svo dugleg, sæt og skemmtileg lítil stelpa, sem átti fullt af vinum en nú hafa allir spillt hennar vinum :( Ég er ennþá með kökk í hálsinum síðan í gær og er enn reið. Ég vildi að eitthvað hefði ALLTAF verið gert í þessu…BARA ALLA TÍÐ!!!!!! Hvað verður svo um fólk í framtíðinni sem hefur lent í þessu? Þetta verður ekki eins skemmtilegt bernskuminning og hún á að vera! Allir eiga rétt á því að vera hamingjusamir.

Svo sá ég einu sinni í sjónvarpinu, að Stefán Karl, leikari var að deila eineltisreynslu sinni (sem hann lenti sjálfur í að vera lagður í einelti), ég sá suma krakka í bekknum flissa en fáir voru alvarlegir yfir þessu…eða mér fannst minnihlutinn taka þetta alvarlega!!!!!! Það hefur sko styrkt hann að fara í leiklist!