ég skrifaði grein hér fyrir nokkru um að mig langaði svo í annað barn en manninn minn ekki.Núna er ég ÓVART orðin ólétt og er í pínu efiðri stöðu,hann vill að ég fari í fóstureyðingu sem ég vill helst ekki. ég er 19 ára og var að byrja í skóla,maðurinn minn missti vinnuna þannig að við erum ekkert alltof vel stödd í fjármalunum.En það sem ég hef mestar áhyggjur af er að ef ég ákveð samt að eiga þetta barn á hann þá eftir að “hata” það? eða er ég þá að eyðileggja hans framtíðaráform og hann “hati”mig? við hvaða viku er fóstureyðing viðmiðuð? Hvenær á ég að hafa fyrst samband við lækni ef ég ætla að eiga? (vinkona min var að segja mér að það væri búið að breyta í 16 vikur, trúi því ekki alveg) Ég hugsa í hringi,þetta er svo erfitt. Hjálp!!!!