Hefur einhver gert sér ferð í einhvern skóla á höfuðborgar svæðinu og skoða og fylst með börnu að leik og starfi? Ég hafði tækifæri til þess um daginn og mér brá svakalega! Þegar ég var í barna skóla þá var meiri agi á hlutunum. Manni var refsað fyrir að vera með kjaft og leiðindi og talandi um óhlýðni þá var sko tekið á því!
Ég held að ástæður fyrir þessu megi rekja til þess lífsgæðakapphlaups sem við erum stödd í dag. Báðir foreldrar eru útivinnandi langt framm eftir kvöldi til að eiga fyrir búið og barnið gengur um sjálfala undir umsjón misgóðra eistaklinga.
Það er ekki hægt að kenna skólakerfinu um því að rót vandans er heima fyrir. Ég þekki gott dæmi úr minni fjölskyldu sem er þannig að báðir foreldrar unnu mikið og stunduðu mikið félagslíf og þá var lítill tími fyrir barnið sem í þessu tilfelli var strákur. Hann ólst ekki upp við ast einsog móður og föður ást heldur peninga ást, þegar barnið kallaði þá var keypt eitthvað til að þagga niður í því. Með þessu fær barnið ranga hugmynd um hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Þegar strákurinn eldist og kom inn í unglings árin þá hélt hann uppteknum hætti og þegar honum vanntaði eitthvað þá var orgað og foreldrar borga. Loks þegar unglingurinn fer að gera of miklar kröfur á “ást” foreldra sinna sejta þau upp stopp merki. Þetta verður til þess að unglingurinn gerir uppreisn gegn foreldrum sínum sem kenur fram í ýmssum myndum, drykkja þjófnaður, ofbeldisverk geng öðrum en þeim, og annarar þesskonar hegðunar. Þetta er dæmiget un agalaust uppeldi þar sem foreldrar eru að kaupa sér frið hjá misgóðum stofnunum til að takast á við tilfiningaleg mál sem snerta barnið. Ekki reyna að segja það að uppeldi eigi að vera í skólum því með því að segja það ertu að reyna fría sjálfan þig undan þeirri ábyrgð sem það er að vera foreldri, slíkt athæfi er í mínum kokkabókum heigulsháttur.
Ég er búin að vera þjálfa síðastliðin fimm ár aldurhópin 5 til 10 ára eina íþróttagrein hér í Reykjavík sem þarfnast aga og skipulags einstaklingsins. Ég hef fengið 6-7 ára gömul börn til mín í þjálfun sem eru gersamlega með öllu agalaus. Þau vita ekki hvað agi þýðir og hvað er verið að gera með aga. Ég að mínu eigin mati er mjög strangur þjálfari og í mínu félagi er mjög góður agai yfirleitt en þangað koma börn sem eru með öllu agalaus og það teku mig heilan vetur að lagfæra það sem foreldrar eru búnið að klúðra.
Ég bara segi eitt að þegar maður er strangur þá er svo auðvelt að gefa eftir en ef þú ert alltaf lin/ur þá ertu búin að missa aga niður og að mínu mati fer uppeldið út um þúfur. Ekki misskilja mig ég er ekki að tala um heraga þar sem fólk er barið til hlýðni heldur að halda strangt heimilli svo að barnið alist ekki upp í vandræðaungling.

NRG