Ég fór með dóttur mína að verða 4 ára í bíó um daginn á forsýningu á kvikmyndinni Monsters Inc eða Skrýmsli hf og það var alveg verulega gaman, semsagt.

Dóttir mín er algjör skræfa en það var ekkert ógnvekjandi svo neinu næmi við þessa mynd, þetta var svona Toy story teiknimynd, tölvugerð, og talsett á vel viðunandi hátt á Íslensku.

Það eina pirrandi við sýninguna var þunni helgarpabbinn við hliðina á mér sem lyktaði eins og spritt í bómul og vogaði sér að tala í símann sinn í miðri mynd,grrr!

Þunnir helgarpabbar athugið, það er til svolítið sem heitir rauður Ópal og gerir öðru fólki auðveldara með að umbera ykkur.

Jamm, fín mynd semsé, ekkert vafasöm, sjáið hana talsetta með börnunum ykkar eða með ensku tali sjálf.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.