Hæhæ ég heiti Ingibjörg Dóra Bjarnadóttir. Er 22ja ára gömul. Ég er stofnandi og umsjónarmaður Kærleiks. Kærleikur er hópur fyrir þolendur eineltis 16 ára og eldri. Aldurinn sem er núna í kærleik er 19 – 28 ára. Við gerum margt saman spilum, spjöllum, bíó o.fl. Kærleikur hittist í Gamla bókasafninu, Mjósundi 10. 220 Hafnarfirði. Kl 19:00 Ég hef lent í ljótu og slæmu einelti frá 6 – 18 ára. Hef verið mikið í hópum og samtökum. Þannig byrjaði ég með Kærleik, því ég sá að það vantaði eitthvað fyrir ungt fólk sem hafa verið þolendur eineltis.
Kærleikur byrjaði haustið 2008.

Heimasíða Kærleiks er www.blog.central.is/einelti