Vatnið fór ca. 6 um morguninn og ég var komin upp á spítala klukkutíma seinna. Verkirnir voru það slæmir að ég taldi víst að ég væri allavega komin með fimm í útvíkkun, helst sjö. En þegar ljósan mældi útvíkkunina hjá mér var hún bara þrír! ÞRÍR!?
Það er almennt talið að það taki klukkutíma – einn og hálfann að fara upp um einn sentimeter. Það þýddi að ég átti alveg slatta mikið eftir af klukkutímum AF ÞESSU!?
Guð minn góður ég hélt hreinlega að ég væri að deyja, og hálf vonaði að eitthvað væri að svo ég gæti bara fengið svæfingu og vaknað svo bara og krakkinn kominn út og allt í fína bara. En nei, það var nú ekki svo.Ég var búin að stúdera þetta allt saman, öndunina og slökunina, nuddið og hvaðeina. En það fór allt út um gluggann þegar á þessu stóð, ekkert komst að nema sársaukinn einn. Eftir einhvern tíma af því að engjast upp í rúmi fór ég á lappir, ég bara gat ekki legið kjurr. Ég mundi eftir einhverjum stellingum úr foreldranámskeiðinu, og ákvað að nýta mér eitthvað af þeim. Ég stóð við rúmið, lá með handleggina og höfuðið ofan á því og svo sveiflaði ég mjöðmunum til beggja hliða. Það fannst mér ekki gera neitt. Á þessum tímapunkti byrjaði ég líka að æla. Ég man vel eftir fyrstu ælunni, taco frá því um kvöldið. Með næstu ælum kom ekki neitt, því ég hafði ekkert borðað síðan um kvöldmatarleitið. Svo þá upphófust þessi gríðarlegu átök, yfir því að æla engu. Núna fannst mér þetta virkilega vera orðið að martröð!Ljósan vildi að ég prófaði gasið, en ég hafði heyrt margar misjafnar sögurnar af því, og mig langaði ekkert að prófa það. En gerði það nú samt, en ég bara gat ekki verið með grímuna svona fyrir andlitinu, það gerði allt bara verra, gat ekki slakað á. Svo ljósan bíður mér að fara í baðið. Hmm, ég hafði heyrt góðar sögur um baðið, en var svosem ekkert æst í að prófa það. En ég ákvað að fara að ráðum ljósunar og prófa. Ég man svo vel eftir fyrstu “dífunni” í baðið, þegar mjóbakið fór ofaní. Það var eins og sársaukinn hefði deyfðst um helming! Þetta var algjört æði! Ég gat setið eða legið eftir þörfum, var reyndar ennþá ælandi, en ljósan lét mig hafa einhvern bómul, með piparmintulykt í ælupoka. Ég sat eða lá, og þefaði af pokanum. Það skiptir nefnilega mestu máli að slaka á, og anda. Og með þessum poka og þessari lykt gat ég það. Lyktin sló á ógleðina svo eftir smá stund var ég hætt að æla.Tíminn líður og það er kominn morgunn, kl orðin 10 og ég ennþá bara í baðinu. Ég hef aldrei enst svona lengi í baði. Núna var þetta allt að koma, komin með 7 í útvíkkun. Verkirnir verða alltaf kröftugri en ég náði að takast betur á við þá, ég bara þefaði af piparmintunni, og andaði rólega frá mér. Núna var ég algjörlega í mínum eigin heimi, ég kyppti mér ekkert upp við hver var hvar eða hvernig allt var. Ég heyrði varla í fólki. Það voru gerðar nokkrar tilraunir til að láta mig fá einhvern mat en ég gat ekki hugsað mér að borða!Um hálf 12 leitið var útvíkkunin komin, og ég mátti byrja að rembast. Vá maður, þvílíkur léttir, núna er þetta allt að koma. En samt, ég var svo þreytt! Fyrstu rembingskötin voru nú ekkert svo svakaleg, ég tók á en gafst alltaf upp. Ég var farin að vonast eftir að þær myndu nota sogklukku á mig, því þá gæfist mér tækifæri á að slaka meira á. En þrjá síðustu rembingana tók ég alveg með trukki! Ég bara rembdist og rembdist, og öskraði og kreisti hendina á mömmu, sem ég hafði boðið að vera viðstadda til að taka myndir og svona. Ég var harð ákveðin í að ljúka þessu af, svo seinasti rembingurinn varð þrefaldur og LOKSINS tókst mér að komast yfir axlirnar og svo bara rembdist ég enn þá betur og PLINGS! Ljósmóðirinni brá, hún hélt að ég myndi gera hlé og rembast síðan aftur. Strákurinn skaust út eins og korkur af kampavínsflösku!


Hann fæddist 12 merkur, 49,5 cm og 3060 grömm.


Naflastrengurinn var stuttur svo ég náði ekki að bera hann alveg upp að mér, en ég fékk hann samt strax í hendurnar. Ég vissi ekkert hvernig ég átti að vera, þarna var einhver grátandi lítil mannvera, sem ég átti og hafði búið til. Án djóks, þegar ég skoða myndirnar er ég með sama furðusvipinn á þeim öllum. Hvað geri ég svo? Pabbinn klippti naflastrenginn og honum færður strákurinn í fangið. Hann var allur blár. Sagt er að pöbbunum eigi til með að bregða, því það tekur barnið smá tíma að fá eðlilegan lit á sig. Þetta er ekkert smá sem þetta tekur á börnin, og þau eru blá og aum þegar þau koma út. Honum brá, hann hélt hann væri frekar að deyja, svo blár fannst honum hann vera. Mér hinsvegar fannst hann ekkert sérlega blár, enda var ég svosem ekkert að pæla í því neitt.Svo er ég skoðuð og saumuð aðeins til, en bara smá. Fæðingin sjálf tók ekki nema fimm tíma frá því við komum á spítalann, og það þykir bara nokkuð vel sloppið! Það voru engar flækjur, ég notaðist ekki við nein verkjalyf og ekkert var að. Svo þetta hefði í rauninni ekki getað verið betra.

Við fengum herbergi á Hreiðrinu og vorum þar yfir nóttina. Eftir fæðinguna fengum við reyndar heimsókn frá tengdaforeldrunum og öðrum fjölskyldumeðlimum. Strákurinn svaf yfir nóttina eins og engill, tókum ekki eftir honum. Daginn eftir vildum við síðan bara drífa okkur heim, en við höfðum verið spurð hvort það mætti fá strákinn lánaðann í atriði í bíómynd sem væri verið að vinna á spítalanum. Við sögðum já og í myndinni fæðir kona barn, og hann er barnið sem “kom út” :)Eftir það drifum við okkur heim, eða kannski ekki drifum, maður þorir varla að keyra með nýfætt barnið í bílnum! Ég hafði tekið til nokkur sett af fötum á hann, bæði lítil og stór númer, en minnstu númerin voru allt of stór! Hann var svo lítill :)Sama dag fengum við svo frekar mikið af fólki í heimsókn, sem ég sá síðan eftir. Næst þá ætla ég ekki að fá neinar heimsóknir fyrr en allavega eftir viku. Það er allt of mikið að fá fullt af fólki strax heim, maður hefur ekki einu sinni áttað sig og varla haldið á barninu þegar fullt af fólki er komið til að skoða það. Næst getur fólk bara beðið.En svona var þetta nú og núna er trílógíunni lokið :P Kem samt örugglega einhverntímann með grein um það hvernig lífið varð eftir að hann kom í heiminn.* Það eru nokkur orð sem ég var ekki viss á stafsetningunni, svo ef það eru einhverjar villur þá biðst ég fyrirfram afsökunar á þeim.