Mig langaði að deila með ykkur þeirri frábæru upplifun sem er að eiga sér stað á heimilinu núna.
Í gærkvöld fengum við inná heimilið tæplega 2 mán. gamlann kettling, og er þetta fyrsta gæludýrið sem við eignumst.
Og þið getið kannski rétt ýmindað ykkur hamingjuna hjá litlu krúttunum mínum, sem verða 4 og 5 á þessu ári, þau ætluðu nánast að gleypa kisa litla í heilu lagi :o)
Sérstaklega gaman er að fylgjast með syni mínum (sem er 3 ára síðan í okt. sl.) hann vill vera svo voða, voða góður en gerir sér ekki fullkomlega grein fyrir því hvað hann er harðhentur.

Þannig að ég og kærastinn minn erum búin að vera í því að fylgjast með drengnum þegar hann er einhversstaðar í námunda við kisa. Og stökkvum til þegar kisi byrjar að mótmæla og reynum eftir bestu getu að útskýra fyrir honum hvernig hann á að umgangast kisuna.

En ég held að þetta eigi eftir að verða mjög gott og skemmtilegt samband hjá þeim félögum.

Það sem ég er að furða mig á er hvað stelpan sýnir kisa aftur á móti lítinn áhuga, hún hefur ekkert á móti honum, en hún lætur hann alveg í friði nema hann liggi við hliðina á henni í sófanum eða rúminu. Hún er líka ofboðslega góð við hann og virkar oft á mig einsog hún þori ekki að koma við hann af ótta við að meiða litla greyið. En einsog ég sagði áðan að þau eiga eftir að verða góðir vinir öll þrjú, með smá hjálp frá mömmu og pabba :)

Bara varð að deila þessu með ykkur.
Kv. Sheena