Ég man þegar það var yndislegt að vera barn:

… á sólríkum degi hjólaði maður útí búð fyrir systkini sín og keypti H-ci.

… uppáhalds lögin voru; Held ég gangi heim, og Pabbi minn kallakókið sýpur.

… að fá módel í afmælisgjöf.

… að geta farið til mömmu grátandi og hún huggaði mann, no questions asked.

… RC-cola og Íscóla voru kúl.

… það var ekkert skemmtilegra en að fara út í rigningu og hjóla í polla.

… það var næst skemmtilegast að fara út í rigningu og hoppa í polla.

… að fara með systkinum sínum í bað án þess að þurfa að skammast sín.

… að hjálpa gömlu konunni í götunni að raka grasið eftir sláttinn og fá 50 kall í bréfi og heita kleinu.

… að leika við systkini sín, eins og vini…

Það var bara svo ótrúlega gaman að vera barn (og er ennþá) og ég vona að þið kannist við eitthvað af þessu, svo þið getið látið þetta ganga til barna ykkar…

Æðislega barnalegur
Gromit