12 vikna sónar - er það fyrir allar konur? Jæja, nú er ég komin 10 vikur eftir 2 daga.
Ég á að fara í mína fyrstu skoðun eftir 2 vikur.
Ég spurði kvensjúkd.lækninn minn þegar ég fór í snemmsónarinn til að athuga hvað ég væri komin langt. (Fyrir 4 vikum)
Ég var að spyrjast fyrir hvort að allar konur færu núna í þennan 12 vikna sónar, og hún sagði að það væri nú bara ætlað fyrir konur sem væru eldri en 35 ára eða væru í einhverjum áhættuhópi.
Ekkert mál, ég var bara að forvitnast aðallega.
Það er mæld hnakkaþykktin á fóstrinu, en til hvers? Til að athuga hvað?
Ég spurði líka þegar ég pantaði tíma í mæðraskoðuninni hvort ég færi í svoleiðis eða ekki. Vildi bara fá að vita hvort væri.
Og þar fékk ég líka hálf loðin svör.

Það er kannski ekki komin regla á þetta eða hvað?

Ég væri alveg til í að fara í svoleiðis sónar til að fá að sjá krílið, en bara ef maður má það.

En það sem ég ætlaði að athuga hvort þið vitið eitthvað um þetta betur en ég, ræður maður því sjálfur hvort maður fer í svona 12 vikna sónar eða ræður ljósmóðirin/læknirinn því?

Eða er þetta bara eitthvað sem kemur í staðin fyrir legvatnssýnin?

Ein ekki alveg að ná hvernig þessi máli eru. :o)
kveðja