Jæja þá er nú komið að því að monta sig meira. Haldið þið ekki að litli prinsinn minn sé kominn með aðra tönn! Hann tekur þessar tennur með ótrúlega litlum óróleika. Hann er bara svolítið pirraður.
Svo er annað sem ég verð líka að segja frá. Ég hef verið að prófa að gefa honum smá mat undanfarið. Þá meina ég ekki grauð eða krukkumat, hann hefur borðað það í svolítinn tíma. Honum finnast svo voða góðar gulrætur. Hann borðar gulrótarmauk alveg með bestu lyst án þess svo mikið sem gretta sig. Ég er búin að prófa að gefa honum stappaðar gulrætur tvisvar, rófustöppu einu sinni og svo kartöflur. Honum finnst þetta allt voða gott. Við vorum í þorramat hjá tengdó um helgina og þá vorum við með stappaðar rófur sem við settum ekki sykur saman við. Sá stutti gat sem sé fengið þorramat með okkur þú ungur væri. Næst er að prófa að gefa honum fisk og kjöt. Ég hlakka til að prófa það, því hann virðist borða flest allt sem honum er gefið. Það eina sem hann vill alls ekki og lái honum hver sem er og það eru grænu baunirnar sem eru maukaðar í barnamatskrukkum. Lyktin af þeim er hræðileg !!! Ég get ekki einu sinni fengið hann til að opna munninn. Um leið og hann finnur lyktina á byrjar hann að gretta sig og fá hroll.
Núna bíð ég bara eftir að hann fari að skríða :)
Hafið það gott öll.
Bomba