Hæhó Hugaða fólk!
Mig vantar ráð varðandi hana dóttir mína, sem er að verða 4 ára núna bráðlega.
Hún er allt í einu farin að “heyra” í allskonar villtum dýrum í herberginu sínu.
Ef að það er ekki krókódíll sem truflar hana við að sofna þá er það skjaldbaka,
hún á orðið mjög erfitt með að sofna með þetta mikla ímyndunar afl sitt í gangi.
Hvað get ég gert til að róa hana ? Hún deilir herbergi með okkur foreldrum hennar og bróðir
sem er 10 mánaða, það er lampi þar inni sem við höfum alltaf kveikt á á meðan við sofum, og
mér dettur ekkert í hug hvað gæti hafa komið þessu af stað hjá henni.

Ég vona að einhver þarna úti sé með hið fullkomna ráð sem virkar, því að henni bæði líður
greinilega mjög illa og grætur af hræðslu fyrir utan það að hún vekur bróðir sinn
þegar hún byrjar að gráta.
Þetta eru ekki martraðir, hún “heyrir” í þessum dýrum á meðan hún er að sofna.

Kærar fyrirfram þakkir!

Zallý
———————————————–