Sælt veri fólkið,

Mig langar að forvitnast hvaða skoðanir fólk hérna hefur á þeim reglum sem starfsmenn myndbandaleiga þurfa að framfylgja. Þ.e. að leigja ekki börnum sem ekki hafa náð annað hvort 12 ára aldri eða 16 ára aldri myndir sem eru bannaðar.

Þannig er að ég vinn á myndbandaleigu og reyni mitt besta að framfylgja þessu, þá sérstaklega með það sem ég vil kalla “rauðumyndirnar” ( bannaðar innan 16 ), en ég fæ bara þvílíkan kjaft og vesen frá þessum krökkum sem ég neita að leyfa að fá myndir ef þau eru ekki með skriflegt leyfi að heiman eða þá að ég geti sjálf hringt og talað við foreldri/forráðamann. Í öllum þeim tilfellum sem ég hef hringt heim til barnanna hafa foreldri/forráðamenn bæði leyft börnunum að taka myndirnar sem og sagt við mig að þeir kunni vel að meta það að ég hringi í þau. Mér er reyndar mjög minnisstætt það sem einn eldri maður sagði eftir að ég var búin að bera upp mitt erindi, “heyrðu vina mín, er nokkuð klám í myndinni ?” uhh ekki svo ég viti, ekki nema smá kossar og kelerí ekkert sem börnin get ekki séð milli foreldra sinna eða jafnvel í næsta unglingaþætti eða unglingabíómynd “þá er þetta í lagi mín vegna, enda eru þau að spila tölvuleiki og þeir eru orðnir annsi ofbeldisfullir nú til dags” svo þakkaði ég bara fyrir, átti reyndar í vandræðum með að skella ekki uppúr, kallinum var semsagt alveg sama hvað börnin væru að leigja, þó svo að þetta væri einhver svaka morð/blóð/og allskonar vibbavesen svo framarlega sem ekki væri klám í myndinni!

Ég bara varð annsi reið á síðustu vakt þegar strákur kemur inn og vill fá að taka mynd sem er “rauð” og ég er búin að segja þessum dreng svona um það bil 3 í viku undanfarna 2mánuði að ég vilji fá skriflegt leyfi að heiman eða fá að hringja í foreldri, aldrei er það hægt, enda kemur hann alltaf á þeim tíma að foreldrarnir eru ekki heima…

Er ég að gera eitthvað of mikið mál úr því að framfylgja vinnureglunum hjá mér með því að neita að láta krakka hafa myndir ? þó svo að foreldri hafi gefið leyfi áður.

Kv
*krúsídúllan*