Margir vita af SOS barnaþorpunum og barnahjálp ABC, en þeir sem ekki vita af því, lesið þetta endilega!

ABC barnahjálp:
Í ABC barnahjálpinni er meira fókusað börn sem eiga foreldra, þetta eru styrkir til náms og læknisþjónustu. Líka er hægt að styrkja ABC til byggingar heimila fyrir munaðarlaus börn.
Hægt er að styrkja:
Barn í Úganda um 500kr á/mán (ríkisskólaganga og læknisaðstoð)
Barn í Úganda um 1000kr á/mán (einkaskólaganga með fæði)
Barn á Filippseyjum um 1100kr á/mán (ríkisskólaganga með fæði)
Barn á Indlandi um 1450kr á/mán (einkaskólaganga með mat og læknisaðstoð)
Barn á Indlandi um 1950kr á/mán (Skólaganga og full framfærsla)
Einnig er hægt að leggja beint inn á reikning ABC í Íslandsbanka nr. 537-26-151 og kaupa t.d. kort og dagtöl á skrifstofu ABC.
ABC Sóltúni 3, 105 Rvk, sími 5616117, fax 5616121, netfang abc@abc.is, veffang www.abc.is

SOS barnaþorpin:
SOS barnaþorpin eru byggð þannig upp að einn umsjónarmaður er yfir öllu, oftast karlmaður, síðan eru “fjölskyldur” ein mamma og eitthvað á bilinu 6-10 börn, blandað af stelpum og strákum. Börnin ganga í skóla með öðrum börnum í grenndinni. Lífið gengur fyrir sig eins og í venjulegum fjölskyldum, hvert hús er með eldhúsi þar sem hver fjölskylda borðar fyrir sig, 2-3 börn eru venjulega saman í herbergi, börnin hafa skyldum að gegna við að hjálpa til, t.d. við þrif, vinna í matjurtargarðinum og eldamennsku. Þegar venjubundið nám er búið fara þau í skóla, sem ræðst þá af hæfileikum þeirra eða óskum.
Hægt er að styrkja SOS á þrjá vegu:
Styrkja eitt barn um 1400kr á/mán sem renna óskert til barnsins
Styrkja eitt þorp um 1000kr á/mán til uppbyggingar og viðhalds
Styrkja sjálf samtökin til að koma upp nýjum þorpum og stækka þau sem fyrir eru. (Það getur verið föst mánaðar greiðsla eða ein greiðsla)
SOS barnaþorp Hamraborg 1, 200 Kópavogur, sími 5642910, fax 5642970, netfang SOS@centrum.is, veffang www.centrum.is/sos

Hjá báðum aðilum fær maður sendar myndir af börnunum ásamt upplýsingum um námsárangur og annað, ef maður styrkir þorp hjá sos fær maður upplýsingar um hvað þeir peningar hafa farið í.

Mér fannst hugi.is vera fullkominn staður til að “auglýsa þetta” og börnin okkar valdi ég því þetta eru “börnin okkar”
Just ask yourself: WWCD!