Þetta er svoldið mikið tekið uppúr Uppeldi en ég ummorðaði það og sleppti sumu til að stitta greinina.



Flestir sjá fyrir sér endalausa þvotta, vonda lykt og annan sóðaskap. En í dag er mikið úrval af góðum og rakadrægum efnum, ýmis konar snið og margar gerði af taubleium, lokaðar með smellum eða riflás. Þar að auki eru til innlegg til að auka rakadrægni og einnota innlegg til að taka við kúk. Auk þess eru til bleiubuxur sem anda vel. Taubleiuforeldrar eru u.þ.b. korteri lengur að þvo á dag en bréfbleiuforeldrar.

Taubleiur liggja betur að líkama barnsins og halda kúkasprengjum yfirleitt betur en einnota bleiur.

Lífrænn bómull hefur verið vinsæl í tilsniðnar taubleiur undanfarin ár. Einnig er hampi jafnan blandað saman við, til helminga, og úr því fæst mjög rakadrægt og slitsterkt efni. Hampur hefur afar græðanda og róandi áhrif á húðina, auk þess að vera bakteríudrepandi. Bambus hefur líka verið vinsæll undanfarið og er hann líkur hampinum. Þess vegna eru bambus og hampbleiur vinsælar á næturnar. Þetta er ein af stærstu framförum sem hafa orðið á taubleium – nú þarf ekki lengur að skipta á börnum á næturnar.

Yfir tilsniðnar bleiur fara bleiubuxur. Þær eru annað hvort úr PUL efni (Polyirethan laminat) eða hágæða, óunninni ull. Ullin andar vel og þess vegna hitar hún ekki bossana um of en heldur réttu hitastigi á börnunum. Ullarbleiubuxur þarf sjaldan að þvo, ca 2-4 vikna fresti. PUL er líka mjög gott efni, andar mjög vel, vatnshelt og þolir þvott við háan hita – eins og bleiurnar.

Einföldustu bleiurnar eru vasableiur og mjög vinsælt að senda þær með til dagmæðra eða í leikskólann. PUL vasableiurnar eru oftast úr þunnu flís eða apaskinnsefni næst húðinni og svo PUL efni utanyfir. Á milli lagana er op þar sem hægt er að setja rakadrægt innlegg. Rakadræg innlegg er einnig hægt að nota til að auka rakadrægni tilsniðinna bleia.

Allt-í-einni bleiurnar eru líkastar einnota bleium. Þú þarft bara að skella þeim á barnið – engin innlegg (nema þú viljir) og engar bleiubuxur. Helsti ókosturinn er hversu lengi þær eru að þorna og svo geta þær líka orðið of fyrirferðamiklar á barnið.

Allt-í-tveimur bleiurnar eru frekar nýjar. Þær samanstanda af bleiubuxum og tilsniðnuð bleium á festinga eða innleggjum sem er smellt í. Hægt er að smella nýju innleggi eða bleiu í þangað til bleiubuxurnar verða óhreinar.

Ódýrastar eru samanbrjótanlegar bleyjur – samanbrjótanlegar bleiur eru fljótar að þorna og mjög ódýrar en þær þarf að setja í brot og eru teygjulausar svo leki er líklegri. Því þarf að kaupa fleiri bleiubuxur til skiptanna.

Inn í allar þessar bleiur er hægt að setja pappírsinnlegg sem grípur kúkinn. Innlegginu er hent í klósettið efkúkur kemur enn annars má þvo þessi innlegg nokkrum sinnum ef enginn kúkur kemur. Innleggin eru auðvitað úr vistvænum pappír.

Best er að geyma bleiurnar í opnum döllum – en ef þær verður lyktin ógeðsleg þegar dallarnir eru opnaðir. Sumir setja vatn í dallana en aðrir geyma þær þurrar. Ef vandamál er með vonda lykt er gott ráð að setja edik eða matarsóda því það eyðir vondri lykt.

Það þarf að þvo bleiurnar að minnsta kosti á þriggja daga fresti – best er að þvo þær á 60-95°C hita. Eingöngu á að nota mild þvottaefni eins og t.d. Neutral. Mýkingarefni eyðileggja taubleiur. Í dag má setja allar taubleiur í þurrkara en gott er að setja bleiubuxur úr PUL efnum reglulega á snúruna.

Það er afar einstaklingsbundið hversu margar bleyjur hver og einn þarf. Þú þarft u.þ.b. 6-12 bleiur á dag. Eitt stykki bleiubuxur á 4-6 bleiur. Svo er lámark eitt innlegg með hverri vasableiu og gott er að eiga líka nokkur auka. Kostirnir við að nota taubleiur í dag eru mjög miklir.Hver einnota bleia er allt að 500 ár að brotna niður í náttúrunni. Eins er óttast um áhrif saursins á grunnvatnið okkar en afar fáir henda kúk úr einnota bleium.

Bleiutímabil taubleiubarna er um 2 ár en bréfbleiubarna er um 3 ár, vegna þess að börnin finna meira fyrir bleiunni og hætta því fyrr.Taubleiurnar fara betur með húð barnanna, draga úr líkum á sveppasýkingum og svo benda rannsóknir til að bréfbleiunotkun geti aukið líkurnar á astma. Bréfbleiunotkun getur líka hitað punginn á strákum um of, sem getur leitt til frjósemisvandamála seinna meir. Hvert barn notar 5000-6500 bréfbleiur á bleiutímanum.

Allskonar óæskileg efni eru í bréfbleium ein og gel, klór og önnur efni sem ekki brotna niður í náttúrunni. Taubleiur eru umhverfisvænni þegar allt ferlið er tekið með – ræktun á efninu, þvottaefnið, rafmagnið og allt það. Þar að auki er hægt að sleppa því að nota þurrkara og hengja bleiurnar frekar upp. Taubleiur eru ódýrari en bréfbleiur en lauslega reiknaður sparnaður er 30-150 þúsund krónur. Umhverfisvænasta bossasþurrkan er þvottapoki bleytt með vatni. Vilji maður nota einnota þurrkur getur maður útbúið sínar eigin þurrkur úr grisjum og setja hreint vatn og smá olíu.

Taubleiuspjallið er á http://forums.delphiforums.com/taubleiuspjall/start

Ég held að ég muni nota taubleiur í framtíðinni, mér finnst þær hafa miklu meiri kosti heldur en bréfbleiurnar.


Sammála?
Lifðu lífinu með ró, þú kemst hvort eð er ekki lifandi frá því :D