Þessi grein fjallar um mig og hvernig lífið mitt var þegar ég uppgvöta að ég sé ólétt, þetta er mín fyrsta grein á huga og ég vona að mér hafi tekist vel til. Síðan eiga fleiri eftir að fylgja í kjölfarið, um meðgönguna og hugsanlega önnur um fæðinguna svo ein um það hvernig það er að vera mamma og allar breytingarnar sem verða í kjölfarið. En allavega..

Ég var 18 ára og hafði stundað nám við FB á listnámsbraut, en ég hætti þar til þess að fara að læra kokkinn. Ég hafði undanfarið labbað á milli staða í Reykjavík í leit að stað sem gæti tekið mig inn sem nema. Ég fékk síðan stöðu á mjög virtu veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur. Þessar 3 vaktir sem ég tók þarna voru þær erfiðustu sem ég hef nokkurntímann gengið í gegnum í nokkurri vinnu! Það sem ég vissi ekki var að ég væri ólétt og hormónarnir alveg á fullu! Það hlaut líka að vera, af því að ég tók öllu mun nærri mér en ég hafði gert áður, og mér leið alls ekki vel! Þannig að ég gerði sjálfri mér greiða og hætti þar.

Ég hóf leit mína að nýju, en núna var ég að reyna að finna veitingahús sem væri hugsanlegra auðveldara en þarna (þetta er einn besti staðurinn til að læra á, sem þýðir auðvitað að það er lang erfiðast að komast í gegnum námið þarna.)Ég veit heldur ekki að ég sé ólétt á þessum tíma . Aðeins nokkrum dögum síðar er ég komin með vinnu á öðrum stað, veisluþjónustu, sem var meira svona 8 – 5 vinna.

Á öðrum vinnudegi mínum næ ég ekki að koma morgunmatnum niður og líður mjög illa. Ég er varla að nenna í vinnuna en ég fæ lítið um það ráðið, nýbyrjuð og ætla sko ekki að verða veik á öðrum degi! Nema hvað að mér er ekkert að skána og þegar ég hef unnið í nokkra klukkutíma fer ég inn á klósett og æli. Ég verð mjög sjaldan veik og æli nánast aldrei, þannig að ég bið um að fara heim þann daginn og fékk það. Ég fer bara heim og hef það náðugt, en hef litla sem enga lyst og næ ekki að koma neinu niður.
Ég fer að hugsa og fatta að ég hafi nú ekki byrjað á túr í rúmann mánuð. Hmm, gæti það verið? Nee.. Ég hlýt að byrja bráðum.

Svona held ég áfram, hugsa fram og aftur, hvað ef, hvað ef. Kærastinn minn kemur heim og við ræðum þetta eitthvað, en samt þorum við einhvernveginn ekki að halda að ég sé ólétt í alvöru. Við höfðum oft lent í þessu svosem, ég er mjög tens og tók oft þungunarpróf, bara til að vera viss. Og alltaf hafði ég rétt fyrir mér.

Síðar um kvöldið förum við svo í göngutúr og ræðum málinn enn betur og ákveðum að keyra niður á Esso þegar við kæmum heim og kaupa eitt próf, bara til að vera viss.
Við kaupum próf og ég fer heim, og passa mig að fara á klósettið uppi, af því að bróðir minn var heima. Ég hlýt að hafa gert eitthvað vitlaust eða prófið hefur verið gallað því þetta tók óvenju langann tíma. Eftir svona 5 mínútur kom ljósblár plús, hægt og sígandi. Ég tek prófið upp, hristi það og sný því á alla kannta og það hjálpaði þannig að plúsinn kom enn betur í ljós, en hann var samt ekki það sem ég hafði ýmindað mér um fullkominn plús. Þannig að ég trúi þessu ekki og við förum aftur niður á bensínstöð og kaupum annað próf og pössum okkur að hafa það ekki sömu tegund. Svo förum við bara heim og ég bíð í einhverja stund með að taka prófið, enda nýbúin að pissa.

Á þessu prófi lék sko enginn vafi, plúsinn kom strax og var miklu dökkblárri heldur en hinn plúsinn. Ég hleyp með prófið inn í herbergi til að sýna kærastanum. Hvað höfum við komið okkur í? Nei, þetta getur ekki verið satt.. Ég? Ólétt? Hah, ég veit ekkert um börn. Og langar ekkert í barn. Hvað á ég svosem að gera við barn? Við eigum ekki íbúð, ekkert barnadót. Hvað þá að ég geti alið upp barn. Það er ekki einu sinni lítið barn í fjölskyldunni.

Síðan, þegar ég næ að róa mig niður verða hugsanirnar meira svona: “Hm.. hvernig mamma ætli ég verði? Oh, ég myndi pottþétt fara með barnið mitt í ungbarnasund, jii hvað það væri gaman! Hvernig ætli það sé að eiga svona litla dúllu? Vá.. Allt yrði svo breytt, en samt svo gaman. Þú veist, eiga eitthvað sem væri algjörlega eftirmynd af manni sjálfum. Kannski yrði barnið með augun mín…” Os.frv.

Svona halda hugsanirnar áfram, og það togast á tvö öfl, eitt sem segir “Nei, ertu alveg frá þér” og annað sem segir “En ég gæti það samt, ég gæti alveg orðið mamma. Og verið góð í því.”

Sama kvöld hringi ég í fullorðins vinkonu mína (kalla hana fullorðins vinkonu því hún er óþreitandi í því að segja manni hvernig maður eigi að vera, ég yrði nú að fara að ákveða mig, vera ekki svona út um allt og illa til fara os.frv. Eiginlega mamma nr2). Hún hughreystir mig eitthvað og bendir á að barn sé nú ekki það hræðilegasta sem kemur fyrir. En jæja, hvað um það. Daginn eftir tala ég við mömmu en mér fannst það á henni að hún vissi hvað ég ætlaði að segja henni, enda sat hún með mér við eldhúsborðið þegar ég gat ekki borðað, og vissi að ég hafði farið heim úr vinnunni. Hún segist hafa kvennalækni sem hún gæti reynt troða mér inn hjá. Þessir læknar taka margir ekki inn nýja, og það tekur stundum óratíma að fá tíma hjá þeim.
Daginn eftir mæti ég í vinnunna en ég segi ekkert við yfirmann minn, nema bara að ég þurfi að fá að skjótast til læknis kl 4. Jújú, það er í lagi. Mamma kemur að sækja mig og við förum saman til kvennsa.

Þetta var karl, með grátt hár, og hann ætlaði að fara að skoða mig að neðan!? Guð minn góður. Þegar hann segir mér að ég megi bara fara úr þarna, og setjast síðan í stólinn með fæturnar uppá stallinn verð ég mjög reið. Mig langaði ekkert að fara til hans. Er þetta ekki ómskoðun? Er það ekki bara svona tæki sem snertir á manni magann?
O nii.. Þetta er sem við vinkonurnar köllum “dildó-sónar”, ætla ekki að fara út í smáatriðin á því hér, en þetta er myndavél sem fer inn í leggöngin, og tekur mynd af leginu.

En, bíddu, vó, hvað er þetta eiginlega? Ég sé bara ekkert útúrþessu. Læknirinn segir að ég sé vissulega ólétt. Þarna sé fóstrið, það er 6 vikna gamalt og 6mm að stærð. Utan á því er síðan fóstursekkur og nestispoki.

Ég táraðist. Ég veit ekki hvort mamma sá það, eða læknirinn. Ég reyndi að fara leynt með það. En þarna inni var barn! Eitthvað sem ég og kærastinn minn höfum búið til. Það er inn í mér, að stækka! Ó guð, ég er að verða mamma!

Ég fer ekki aftur í vinnuna þennann dag, enda vinnudagurinn örugglega búinn. Ég hitti kærastann minn og við tölum saman. Einhvernveginn kom fóstureiðing aldrei til greina hjá okkur. Við vissum alveg (og vitum enn) að samband okkar er alvöru, við höfum alltaf verið sammála um að hvað sem gerist þá hættum við ekki saman. (Allavega þyrfti eitthvað rosalegt að gerast til þess að við myndum hugleiða það). Við höfðum oft talað um að fá okkur íbúð en höfðum ætlað að safna meiri pening, en víst að barnið var á leiðinni ákváðum við að drýfa okkur bara í því. En við vildum vera búin að koma okkur fyrir þegar barnið kæmi. Ég gat ekki hugsað mér að vera upp á mömmu og pabba komin, með eigin fjölskyldu.

Við festum síðan kaup á íbúð og fáum hana afhenda 15 september 2007, ég er síðan sett 9 febrúar 2008. Ég hætti síðan á veisluþjónustunni og fer að vinna á leikskóla, en ég segi betur frá því öllu saman í næstu grein, sem verður um meðgönguna.