Þegar þú hefur eignast barn er mikill vandi að finna rétta nafnið handa því. Eitthvað sem passar við barnið, kannski eitthvað í höfuðið á langömmu eða systur pabbans.

Margir nefna börnin sín í höfuðið á öðrum skyldmennum eða vinir en aðrir hafa nöfnin bara eitthvað út í loftið.

Þegar þú velur nafn á barnið þarft þú að hugsa út í hvernig barninu muni líða og nafnið má alls ekki verða valdur að einelti. Ef þú nefnir barnið þitt Hreinn Bolli eða Mist Eik ( mistake ) þá þykir mér líklegt að þeim eigi ekki eftir að líða vel með nafnið sitt.

Þú verður líka að hugsa aðeins útí skammstafina. Páll Ingi Sveinsson Snæberg yrði með skammstafina PISS og Dagný Ólína Snæþórsdóttir yrði með skammstöfunina DÓS. Þess vegna þarf aðeins að hugsa útí skammstöfunina líka þar sem hún getur líka orðið valdur að einelti.

En svo eru nokkur nöfn sem ég skil ekki hvernig sumir geta nefnt börnin sín.

Leifur Arnar – ekki eins og það sé eitthvað að nafninu en svo kemur mamman í leikskólan og segir : Hæ, ég er að koma til að sækja Leif Arnar ( matarleifarnar kannski )
1 á Íslandi heitir Leifur Arnar

Svo eru sum nöfn sem passa bara alls ekki saman að mínu mati – eins og t.d. Birta Björt, það er allveg eins hægt að nefna barnið sitt Rósa Rós eða Sóla Sól
Og svo eru nöfn eins og Svanur Örn Þrastarson – þvílík fuglafjölskylda

10 á Íslandi heita Ugla sem fyrsta nafn og 5 sem seinna nafn
Og nafnið Ljósálfur – 1 á Íslandi heitir það sem seinna nafn, Ljótur – 1 á Íslandi heitir það sem fyrra nafn – spáið í því ! Ljótur Ljósálfur !!!
Eða að heita Hreinn Sveinn !!

En nú ætla ég að hætta að tala um asnaleg nöfn. Nú ætla ég að tala um nöfn sem mér finnst falleg. Ég held að ég myndi pottþétt nefna barnið mitt tveimur nöfnum – veit ekki afhverju

En fallegustu kvenmansnöfn finnst mér vera :

Rebekka Sóley – Aðeins 1 á Íslandi heitir því nafni
Og svo er Natalía – er bara ekki viss um seinna nafnið
Natalía Mist – 2 á Íslandi heita því nafni
Natalía Rut – 1 á Íslandi heitir því nafni
Natalía Ísold – Engin á Íslandi heita því nafni
Hvað finnst ykkur fallegast ??
Svo finnst mér Gabríella og Daníella líka flott

En ég er ekki alveg viss um karlmannsnöfnin – mér finnst Alexander, Kári, Róbert og Franz vera flott
( Mér finnst Franz vera flottara með Z heldur en S )
Alexander Franz – 1 heitir því nafni á Íslandi
Alexander Kári – 2 heita því nafni á Íslandi
Róbert Kári – 1 heitir því nafni á Íslandi
Þetta eru bara nokkrar hugmyndir


Nokkrir tenglar :
http://is.wikipedia.org/wiki/Listi_yfir_%C3%ADslensk_mannan%C3%B6fn
Þetta er listi yfir íslensk mannanöfn
http://hagstofa.is/?PageID=21
Hérna geturu séð hversu margir heita hvaða nafni á Íslandi
http://www.rettarheimild.is/mannanofn
Ýmislegt um mannanöfn
http://www.rettarheimild.is/mannanofn?Stafrof=&Nafn=&Stulkur=on&Drengir=on&Millinofn=on&Samthykkt=no
Nöfn sem mannanafnanefnd hefur hafnað
http://martasmarta.blog.is/blog/leshringur/entry/308592/
Þetta er algjör snilld..hehehe
Lifðu lífinu með ró, þú kemst hvort eð er ekki lifandi frá því :D