Heil og sæl kæru hugarar.

Ég ætla að koma með smá pistil hérna um barnaeignir…




Hvenær veistu hvort þú ert tilbúinn?

Já, þetta er spurning sem margir eflaust spyrja sig að.
Og auðvitað er ekkert eitt svar enda erum við mismunandi eins og við erum mörg.
Fyrir það fyrsta að þá þarftu að spyrja sjálfan þig að því hvort þú getir það.
Ertu með húsnæði?
Geturu séð fyrir barni?
Ertu andlega tilbúin í þessa ábyrgð?

Ég vil meina að ef konur eru enn að pæla í því hvort þær fái slit eða hvort þær myndu höndla að vaka heilu og hálfu næturnar, að þá séu þær ekki tilbúnar.

Ég held að um leið og þú sjáir hvað þú ert að fá mikla gjöf við að koma barni í heiminn og hvað þú færð að gefa mikið af þér, að þá sértu undir það búin - andlega séð.

Ég veit það sjálf að núna væri ég alveg 100% til í þetta, en ég veit líka að það er skynsamlegra að bíða aðeins með þetta. Þó það væri ekki nema fram á næsta vor.


Hvenær í samböndum er “rétt” að fara að reyna?

Þetta er líka voðalega einstaklingsbundið og fer alfarið eftir samböndum.
Sum sambönd myndu ekki þola það fyrr en eftir ár, önnur jafnvel eftir nokkra mánuði.

Er maki þinn tilbúinn í þessa ábyrgð með þér?
Ef það er einhver efi, þá er betra að bíða betri tíma.



Er ég nógu gömul/gamall?

Enn og aftur, mjög einstaklingsbundið.
Það fer alfarið eftir þroska hjá hverjum og einum.
Ef þú getur séð fyrir þér + barni + einhverjum lánum jafnvel, leigu ofl. að þá er ekki margt sem ætti að vera á móti því.
Sértu alveg 100% viss um að þú getir tekið þessa ábyrgð á þig, að taka ábyrgð á öðru lífi næstu 18 árin, alið það upp almennilega og séð því fyrir öllu því sem það þarf - þá er aldurinn frekar afstæður (innan vissra marka auðvitað)

Ekki bara ana útí barnaeignir án þess að hugleiða það hvað fylgir því. Þetta er mikil ábyrgð og þú getur ekki hætt við á hálfri leið ;)


Jæja…hérna eru svör við einhverjum algengum spurningum um barnaeignir =)
Vildi bara henda þessu inn fyrir þá sem kannski þurfa einhver svör….
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"