Ömurlegt… Ég sakna hans strax. Ég sakna hans mikið. Mjög mikið. Ég er svona = frá því að vilja taka saman við X, bara til þess að fá að sjá hann á hverjum degi (ég er ekki að segja að hún vilji taka mig aftur). Þetta er bara svo erfitt. Að fá hann svona heila helgi og sjá hann svo ekkert í tvær vikur! Breaks my heart *snap*. Bara svo að þið vitið þá búum við ekki á sama stað þannig að 4 daga helgar eru basl, alveg hellings basl. Það var reyndar rosalega gefandi að hann vildi ekki einu sinni að hún tæki hann þegar ég fór með hann til baka. Svo var grenjað þegar ég var að fara og hann vildi ekki að ég færi. Það sýnir bara ýmislegt. Ég væri geðveikt til í að vera atvinnulaus aumingi, með fullt forræði. Þá yrði sko leikið sér! Það er bara svo óþægilegt hvað mikil vinnan nær að láta mann hugsa ekki eins mikið um þetta. Á svona stundum eins og þessarri er maður bara við það að bugast. Þetta er bara það erfiðasta sem ég hef lent í hingað til. Það á svo örugglega eftir að versna, það væri bara eftir öllu í mínu lífi! Af hverju þarf þetta að vera svona erfitt??? Ég bara skil þetta ekki. Mér, í alvörunni, finnst ég ekki hafa gert neitt til þess að verðskulda þetta. Er það vitlaust af manni? Barn sem maður býr til, elskar óhikað, sinnir og nærir, er bara tekið af manni og maður getur ekkert gert, ekkert sagt, bara sætt sig við þetta, og haldið áfram! En vitiði hvað, þetta sucks, þvílíkt, og ég ætla ekki að láta bjóða mér þetta lengur (ekki það að geti gert eitthvað í þessu) en bara…
Æji, ég veit að þetta lagast þegar líður á vikuna, en af hverju þarf ég að láta líða aðeins á vikuna til þess að jafna mig á því að fá ekki að sjá það sem gefur lífi mínu birtu, og yl? Erfitt, svo erfitt…
G