Ég hef oft pælt í því áður af hverju eru svona margir ungir einstaklingar sem eignast barn, er það vegna lítillar fræðslu í skóla, kæruleysi, erfitt að komast í getnaðarvarnir?
Já stórt er spurt. Persónulega held ég að þetta sé samblanda af kæruleysi, gleymsku og feimni við að útvega sér getnaðarvarnir.
Sjálf á ég erfitt með að ýminda mér að ungt fólk plani óléttu.
Getnaðarvarnir eiga ekki að vera feimnismál, en af einhverjum ástæðum er það oft þannig. Mér finnst að smokkar ættu að vera aðgengilegri.
Einnig með pilluna, margar stelpur gleyma pillunni, þekki það vesen sjálf. Það dugar ekkert altlaf að vera með áminninguna, kanski er maður ekki með spjaldið á sér og gleymir því svo… Þessi fræðsla um getnaðarvarnir er bara mest um pilluna og smokkinn en það eru bara til svo miklu fleiri getnaðarvarnir líka. Hvet fólk eindregið með að skoða aðra möguleika :)

Frá bænum sem ég er frá er oft “óléttufaraldur” alltaf fullt af ungum stelpum óléttar og svo þegar allar eru búnar að eiga kemur logn í svona mánuð og svo byrjar þetta aftur. Fyrst núna er minn árgangur farin að fjölga sér. Ein stelpa átti um daginn, þegar hún er nýbúin að eiga kemur önnur og segist vera ólétt.
Núna er ég nýlega komin í samband, en planið er nú ekki að fara fjölga mér strax, en frá þessari stelpu sem er ólétt fékk ég spurninguna “hvenær ætlar þú að koma með kríli?” og ég verð hálf hneigsluð á þessari spurningu þar sem ég er ekki nema 20 ára og ekki búin að koma mér almennilega fyrir í lífinu. Ekki ætla ég að vera með barn í yarisinum mínum hehe :)
Auk þess sagði ég við þessa stelpu að ég ætti eftir að gera allt, ferðast um heiminn og koma mér alveg fyrir í lífinu, ætti eftir að þroskast og svona. Hún svarar “þú getur alveg gert það með barn”
Þetta fékk mig aðeins til að hugsa, af hverju er hún að ýta á mig að eignast barn eða jafnvel sannfæra mig um það? Ég elska börn og langar mikið að eignast fuuuullt af slíkum, en bara ekki strax. Er málið orðið svona? að manni er ýtt útí barneignir því það er “hægt” að gera ýmsa hluti þótt börn séu í för?


Ungar mömmur eru alls alls ekki eitthvað nýtt fyrirbrigði. Hefur alltaf verið til, en maður hefði kanski haldið að þetta ætti frekar að minnka með árunum með meiri fræðslu og þess háttar. En svo viriðst ekki vera.
Ég er ALLS EKKI að segja að ungar mömmur séu vanhæfar, allls ekki túlka þetta þannig. Aðal málið sem ég erað pæla í er að þetta fólk er svo ungt og á eftir að upplifa svo margt og maður er bundinn við barnið í ákveðinn tíma. Maður missir af svo mörgu, ert ekki eins frjáls og jafnaldrar og vinir mans.
Besta vinkona mín á barn og er einstæð móðir, hún er frábær mamma og allt það.
Svo er barn líka miklu meira en að skipta um bleyju og gefa að borða. Átti eitt sinn gott samtal við vinkonu mína um svona. þá sagði hún að foreldrar kærasta hennar voru 15 og 16 ára þegar þau eignuðust hann, kærastinn hennar fæddist með opinn maga og grenjaði none stop í margar vikur og 15 & 16 ára börn geta ekkert höndlað þetta eins vel og fullorðnir einstaklingar gætu.

Líka spurning hvað er “ungir foreldrar”
Mín skilgreining er ekki endilega í aldri heldur þurfi að skilgreina hvert fyrir sig.
Ef ég mundi eignast barn mundi mér finnast ég ung móðir, en kanski einhver önnur 20 ára stelpa bullandi ástfangin, búi að kaupa hús og bíl, búin með skóla, búin að ferðast þar sem henni langar og ákveður að eignast barn þá finnst mér hún endilega ekkert ung :)
En þetta er að sjálfsögðu bara matsatriði.
Ofurhugi og ofurmamma