Ég þoli ekki þegar það er stríð um barn þegar skilnaður verður hjá pari/hjónum!!!
Börnin eru alltaf látin finna fyrir því.
Þekki eitt svona tilfelli þarsem pabbinn er orðinn illa geðveikur og kennir barninu, sem er 6 ára líka um að vera vont við sig!!!!!!!!!!!!!!! Þetta gerir mig svo BÁLREIÐA!

Nú átt stelpan afmæli í fyrsta sinn eftir skilnað þeirra (þau voru ekki gift, heldur saman í 11 ár!)

Hún á afmæli á morgun og eins gott að pabbinn hagi sér vel þá.

Hann vildi hafa helminginn af dótinu sem hún fékk í jólagjöf heima hjá sér

Hann sýnir barninu enga umhyggju, heldur notar hana sem vopn gegn mömmunni…hann vorkennir bara sjálfum sér

Ég veit að auðvitað er þetta erfitt fyrir þau öll þrjú en það á að vera hægt að ræða málin í ró og næði án þess að hefja stríð.

Pabbinn er ekki viðræðuhæfur, heldur öskrar bara.

Barnið er yfirheyrt heima hjá honum og hún er mjög döpur að sjá þegar hún kemur til baka

Hún gerir sér upp veikindi þegar hann á pabbahelgi

Það var jarðarför ömmu hans nýlega og þá gat hann hagað sér, því öll fjölskyldan hans var viðstödd…þá er búið að brjóta ísinn og auðveldara að bjóða þeim í afmælið á morgun.

Ég vorkenni mest börnunum og það gera líklegast flest allir. En það er LJÓTT að blanda börnunum í stríðið…þetta er svo glaðleg og sæt lítil saklaus stelpa…ég hef aldrei séð hana svona daufa áður fyrr en núna!!!!!!!!