Þessi grein sem ég er nú að skrifa verður í tveim hlutum vegna þess, að það sem ég ætla að skrifa um er virkilega stórt mál. Það kallast einelti. Hérna ætla ég að skrifa um einelti og afleiðingar þess.
Einelti felst í því að einn einstaklingur er áreittur af einum eða fleiri gerendum. Einelti skiptist í tvo flokka Andlegt og Líkamlegt. Andlegt einelti er þegar einhver er baktalaður, uppnefndur, skilinn útundan, ógnað og hafðar særandi athugasemdir um. Líkamlegt er þegar einhver er barinn, sparkaður, klipinn, hrint, klóraður og haldið niðri gegn sínum vilja.
Þeim sem tengjast einelti er hægt að skipta í þrjá flokka. Þolendur, gerendur og “taglhnýtingar”. Þolendur eru þeir sem þurfa að þola mestu sálarkvölina. Því lengur sem eineltið stendur yfir byrja þolendur að halda að þeir eigi þessa meðferð skilið. Þeir leggjast í þunglyndi og byrja að halda að “Kannski þeir hafi rétt fyrir sér.” Þeir hafa frekar neikvæða sjálfsímynd, byrja að ímynda að þeir séu heimskir, ljótir og misheppnaðir. Eineltið hefur nefnilega sömu áhrif og annað ofbeldi. Fórnarlambið missir smátt allan þrótt og lífsvilja. Þeir sem verða fyrir einelti eru mjög oft einmana í skólum og ástæðan fyrir því er oft hræðsla gagnvart hinum krökkunum. Enginn vill eða þorir að standa í hárinu á gerendum.
Gerendur eru þeir sem leggja í einelti. Það sem einkennir þá eru jákvæð viðhorf til ofbeldis og mikil árásarhneigð. Þeir eru skapbráðir og vilja stjórna öllu sem hægt er að stjórna. Öfugt við það sem flestir halda, er að gerendur eru raunverulega hræddir og minni að innan en utan, þá eru þeir með meira sjálfstraust en jafnaldrar þeirra. Þessir nemendur eru líklegri en aðrir til að lenda í útistöðum við kerfið þegar kemur fram á fullorðinsár. Það virðist sem þessi börn hafa ekki fengið eins ákveðin skilaboð og önnur börn fá frá nánasta umhverfi sínu um muninn á réttu og röngu. Samkvæmt rannsókn Dan Olweus frá 1993, þá hafa 60% geranda sem náð hafa 24 aldri, einn dóm eða fleiri, og 35-40% fengið þrjá eða fleiri dóma á þessum aldri. Þannig að gerendur eru ekki í minni hættu.
Taglhnýtingar eru oft með í því að kvelja aðra og eru þeir þá stundum með og stundum ekki. Þessir einstaklingar haf ekki sömu einkenni og forystusauðirnir en dragast inn í atburðarrásina af ýmsum ástæðum. Einhverjir hafa “lent í” gerandanum áður og halda að það sé betra að vera með honum en móti.
Þegar öll kurl eru komin til grafar, þá er hægt að segja að einelti er sé eins og að berjast við vindmyllur. Einelti er einhver mesti barnamorðingi sem hægt er að ímynda sér! Gerandinn er alltaf í fyrstu rosalega stoltur af sjálfum sér. En með árunum þá eykst sektarkenndin þangað til það verður óbærilegt. Margir gera það gáfulega og biðjast fyrirgefningar en of margir leggjast í áfengi og dópneyslu.

Í næsta hluta ætla ég að tala um félagið sem ég ætla að stofna. Það félag mun hafa það á stefnuskrá sinni að útrýma einelti. Stórt verkefni já, en þannig vil ég það.