Tilgangurinn með þessari grein er kannski svolítið að sýna hvað það er yndislegt að eignast heilbrigt barn því það eru svo margir aðrir sem þurfa að ganga í gegnum hræðilega hluti og slæm veikindi eftir fæðingu.

Þannig að mig langaði aðeins að skrifa smá grein um dóttur vinkonu minnar sem er algjör prinsessa.

Þannig er mál með vexti að þegar hún kom í heiminn eftir 6 mánaða meðgöngu var hún 7 merkur og rosalega lítil og smávaxin. Hún var strax tekin í burtu og móðir hennar fékk ekkert að sjá hana fyrstu 3 dagana. Þetta var gert því barnið var svo smávaxið og skorti næringu og var vart hugað líf og auk þess hafði vinkona mín þjáðist af fæðingarþunglyndi þannig að hún hefði engan veginn verið tilbúin til þess að takast á við það að sjá nýfætt barn sitt svo lítið og viðkvæmt eins og litla stelpan var.

Ég kom síðan í heimsókn daginn eftir og fékk leyfi til þess að sjá hana ásamt föður stúlkunnar. Og svipurinn á honum þegar að hann sá litlu stelpuna sína. Auðvitað brá honum hvað hún var lítil, en gleðin og ánægjan leyndi sér ekki og það lá við að hann færi að hágráta.

Í dag er þessi stelpa orðin eldri og spjarar sig rosalega vel og er til dæmis fyrirmyndarnemandi í skólanum. Þessi litla stelpa sem hugsanlega var ekki vart líf!