Hræddur við vin sinn. Ég má til með að segja ykkur skondna sögu af honum syni mínum þessari elsku.
Þannig er mál með vexti að ein vinkona mín á stelpu sem er rúmlega eins árs og svo á hún strák sem er 7 vikna. Sonur minn er fjögurra og hálfs mánaða. Við fórum að heimsækja hana í gær sem ekki er í frásögu færandi nema sonur minn var sofandi í bílstólnum sínum og þegar sonur hennar fór að gráta þá vaknaði minn maður.
Pabbi hans tók hann úr stólnum því hann fór að vola og hann hætti því strax og pabbi tók hann. Vinkona mín sat með strákinn sinn í fanginu þegar hann byrjaði að gráta hátt og mikið. Minn galopnaði augun og horfði á þann litla svo kom skeifa og síðan fór hann að hágráta líka. Hann var nefnilega HRÆDDUR við litla vin sinn !!!
Hann fór að gráta síðast líka en við héldum þá að hann væri bara þreyttur, en viti menn hann er hræddur við þessa litlu veru sem hefur svona hátt.
Hann er ekkert hræddur við systur hans sem er með helling af látum og á þeim aldri að það fer mikið fyrir henni. Ég gat ekki annað en hlegið af að sjá svipinn sem kom á hann.
Eru þau ekki yndisleg þessi skinn ?!?!?!?!

Kveðja
Bomba