Mig langar svo að vita hvort að einhvert ykkar veit hvernig það gengur fyrir sig, t.d. að vera með barn á leikskóla í Kópavogi og flytja til Reykjavíkur.

Við erum að spá og spekúlera hjónin að fara að kaupa stærri íbúð.
Liggur reyndar ekkert á, en samt erum við farin að pæla aðeins.

Málið er að við erum svo ofboðslega ánægð með leikskólann sem strákurinn er í, að við tímum ekki að sleppa honum!
Þetta er bara frábær leikskóli að öllu leiti og honum líður svo ofboðslega vel þar!! :)

Spurningin er sem sagt:

Má maður ennþá verða með barnið í leikskóla í Kóp. ef að maður flytur í annað bæjarfélag??

Eða jafnvel ef að maður flytur á milli hverfa innan Kópavogs?
Þarf maður þá að færa barnið til á annan leikskóla??

Úff..vona ekki !

Vitið þið eitthvað um það hvernig þetta gengur fyrir sig?

Ég er nefnilega búin að heyra svo margar útgáfur á þessu máli, þ.e. hvort það megi eða ekki vera með barnið á sama leikskóla þrátt fyrir flutningar í annað bæjarfélag.

Endilega látið heyra í ykkur! :)

kveðja
honeybun
kveðja