Mikið er það nú sorglegt hvað fólk og yfirvöld eru brengluð í dómgreind sinni hvað foreldrahlutverkið varðar.
Vinkona mín á mann sem að á barn úr fyrra sambandi.
Pabbinn var ekki fyrirmynda borgar á sínum tíma, brugg æ æ .
En síðastliðin 6 ár hefur hann ekki verið í neinum vandræðum, hann hefur búið með sömu konunni, er búin að kaupa sér íbúð og koma sér vel fyrir fjárhagslega, hann hefur borgað sektirnar sem að honum var gert að borga fyrir þenna glæp, hann hefur borgað meðlögin sín.
Og hann hefur alltaf þrátt fyrir það að búa í öðru landi sín barninu áhuga og reynt að fá að hafa hann reglulega.
Barnsmóðir hanns er ekki alveg á þeim nótunum og hefur alltaf reynt að koma á milli þeirra.
Fyrir uþb 2 árum stuttu eftir að vinkona mín og maðurinn henna fluttu heim, þá hvarf barnsmóðirin!
Jámm og skildi barnið eftir hjá foreldrum sínum.
Og þar hefur hann verið sl 2 ár, hvers vegna?
Vegna þess að föður drengsins er ekki treyst fyrir barninu.
Frekar er móðirin látin halda forræðinu, hún sem að vil ekki láta uppi hvar hún býr við neinn, hún er í sambúð með manni sem að á við fíkniefnavanda að stríða,hún á sjálf við áfengisvanda að stríða og hún hefur ekkert reglulegt samband við drenginn.
Hún lofar honum að hún muni ná í hann og svíkur hann svo trekk í trekk.
Þrátt fyrir allt þetta telja lögfræðingar að faðirinn geti ekki unnið forræði yfir drengnum.
Þetta er réttarkerfi okkar í dag, frekar að láta drenginn vera hjá aldraðri ömmu og afa en að láta föður hans sem að hefur svo sannarlega sannað sig og hefur borgað skuld sína við þjóðfélagið.
HVAÐ ER AÐ !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég verð svo reið þegar að jafnrétti kynjana hefur ekki náð lengra en þetta, og þegar að réttarstaða barna er eitruð af gamaldags og íhaldssömum sjónarmiðum.
Hvað finnst ykkur?