Mig langar að spyrja ykkur hvað ykkar börn voru gömul þegar þau byrjuðu að klæða sig sjálf. Þ.e. alveg hjálparlaust.

Og þá meina ég í föt sem að ég legg fram!! *fliss*
Ekki það sem hann myndi velja, sem væri örugglega Manchester United stuttbuxur, ullarpeysa, grænir sokkar,axlabönd og gúmmístígvél! :)

Ég veit það að strákurinn minn klæðir sig í kuldagallan og allar græjurnar sjálfur á leikskólanum (voða duglegur), en hann nennir því eiginlega ekki heima. :)

Á morgnanna þá klæði ég hann alltaf í kuldagallann (eða það sem á við hvernig veðrið er).Pabbi hans er oftast farinn í vinnuna.
Stundum heimtar hann að klæða sig sjálfur í í skónna eða húfuna og þess háttar, en er sko ekkert að flýta sér ! haha…

Á maður að byrja bara að láta þau klæða sig sjálf um 3 ára aldurinn eða er það of snemmt ?

Maður þarf þá örugglega að vakna góðum hálftíma fyrr en venjulega ef að það er ! :)

Ég vil ekki vera að þrýsta á hann ef að hann er ekki tilbúinn, en fyrst að hann gerir þetta á leikskólanum þá hlýtur hann að vera tilbúinn í það. Eða hvað ??
kveðja