Ég fór með dóttur mína 3 og hálfs árs á Jólaeitthvað Snuðru og Tuðru í Möguleikhúsinu og það var bara frekar mikið stuð.
Ég gerði mér engar sérstakar væntingar, átti satt best að segja von á að þetta yrði svona álíka fjörugt og að fara til skattstjóra eða álíka.
En ég hafði ekki reiknað með því að börn eru ekki eins og fullorðnir í hegðun í leikhúsi, þau standa upp og arga á leikarana og bara taka virkan þátt í sýningunni.
Og það gerir ágætt barnaleikrit að verulega ágætu leikriti.
Hvað annað þarf að vita, jú, þetta er ekki of langt og ég mæli ekki með þessu fyrir mikið yngri börn en þetta ca 3 og hálfs af því að þau hafa kannski ekki alveg eirð í sér til að sitja kyrr þennan tíma.
Semsagt, stuð.
Elvis2
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.