Það vildi til að ég var stödd inni í stofu hjá mér um kl. 18:00 (tími þar sem ég er oftast að hafa til mat) þegar sonur minn var að horfa á barnaefnið. Og ég fékk vægt áfall. Það sem blasti við þarna á skjánum var eitt það ógeðfelldasta sem ég hef séð í sérhönnuðu sjónvarpsefni fyrir börn! Ógeðslegur kall sem var að lokka einhverjar litlar stelpur til sín og blóta þeim á milli lokkanna. Mér brá. Þegar ég fór að spá í þessu þá áttaði ég mig á því að ég treysti sjónvarpinu of mikið til að vera að athuga það sérstaklega hvað sonur minn væri að horfa á, þó er ég mjög passasöm á t.d. spólur sem hann horfir á og horfi alltaf á það með honum í fyrsta sinn til að athuga hvort allt sé ekki við hans hæfi.
Ég hreinlega átta mig ekki áþví hver hugsunin er á bakvið þetta hjá sjónvarpinu að hafa svona efni á boðstólnum á þessum tíma þar sem flestir foreldrar eru uppteknir við matargerð og fleira og þess vegna börn á ÖLLUM aldri að horfa!
Ég legg til að þið skoðið þetta (ef þið hafið ekki gert það nú þegar) og endilega látið mig vita hvort ég er að vera ofverndandi varðandi barnið mitt =)